Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 93
MÚLAÞING
91
Smiður að húsinu var Jón Sigvaldason frá Tunghaga á Völlum. Jón
var góður smiður, samviskusamur og mikill verkmaður.
Grafið var fyrir veggjum hússins inn í barð og þurfti að grafa um 3
metra niður að norðanverðu en aftur lítið að sunnan, en þeim megin er í-
búðin, á annarri hæð. Einnig var grafið fyrir vegg, sem liggur langsum
eftir húsinu og skilur íbúðina frá þeim hluta hússins, sem gripirnir eru í.
Ibúðin er þrjú herbergi og eldhús og eitt herbergi í risi. Stærð hennar
eru því tæpir 100 fermetrar.
íbúðin er meðfram allri suðurhlið hússins og gengið í hana um tröppur
utan á húsinu og komið inn í forstofu. Ein stór stofa er hægra megin
þegar komið er inn, og tvö herbergi og eldhús vinstra megin. Innsta stof-
an er stærst og var notuð sem samkomusalur fyrir sveitina.
Allir veggir í byggingunni eru steyptir, eða réttara sagt úr grjóti, því
sett var eins mikið af grjóti í mótin og hægt var, og steypunni síðan
rennt niður á milli steinanna. Mótin voru úr flekum og færð upp jafn-
harðan og steypan harðnaði.
Sandi og grjóti var ekið á sleðum úr mel, sem var talsverðan spöl frá
bænum, og var það geysileg vinna við þær aðstæður sem þá voru fyrir
hendi. Efnið mun hafa verið sæmilega gott því steypan var dauf, 1 hlud
af sementi á móti 12 af sandi.
Þar sem engir bflvegir né bflar voru þá komnir, varð að flytja allt efni
úr kaupstað á klakk, um 30 km langan veg frá Reyðarfirði yfir fjallveg
(Þórdalsheiði) og óbrúuð vatnsföll, sem oft voru mikil. Þannig munu
hafa verið fluttir 500 hestburðir í þessa byggingu. Yfirleitt voru margir
hestar hafðir í þessum ferðum og alltaf farnar tvær ferðir í viku, og
stundum kom fyrir að farið var fram og til baka samdægurs. Má því
nærri geta að ekki hafi allar þær ferðir verið skemmtiferðir.
Þegar búið var að steypa húsið upp, setja á það þak og einangra með
þurru torfi, var fyrst byrjað að moka moldinni út úr neðri hæðinni og
jafna gólfið. Að þessu var unnið á meðan jörð var frosin og snjór yfir
öllu, því þá lá önnur vinna niðri við bygginguna.
I þessu stóra húsi er hlaða, sem er 64 fermetrar að flatarmáli og 6-7
metrar að hæð. Er talið að í hana komist um 500 hestburðir af heyi. Dyr
eru á tveimur hæðum hlöðunnar inn í fjárhúsin og einnig eru þriðju
dyrnar inn í fjósið.
Féð er á tveim hæðum og tekur sá hluti hússins um 300 fjár. Stórt
pláss er fyrir hesta í húsinu, enda voru þeir margir áður fyrr.
Fjósið er í norðvesturhorni hússins, undir íbúðinni, við hliðina á hlöð-
unni.