Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 94
92
MÚLAÞING
Læt ég þar með lokið lýsingu á þessu stórhýsi sem stendur enn og er í
notkun að miklu leyti.
Þótt öll þau stórvirki, sem foreldrar mínir leystu af hendi með bömum
sínum og frændfólki á tiltölulega fáum ámm hafi verið erfið, þá veit ég
að þau hafa verið stolt af verkum sínum, sem þau máttu vera. Það hefði
ég verið líka, ef ég hefði haft tækifæri til að vera með. Þó hefur vissu-
lega margur dagurinn verið langur og kannski örlað á örvæntingu.
Einar Ólason póstur, afi minn, var fæddur 1. nóvember 1844. Foreldr-
ar hans voru Óli ísleifsson Finnbogasonar frá Geirólfsstöðum og Salný
Guðmundsdóttir kona hans frá Vaði í Skriðdal, eins og áður er getið.
í móðurætt eldri systkinanna frá Mýrum var harðduglegt fólk. Margt
af því urðu bændur og bændakonur, og ráku stórbú. Prestar vom í ætt-
inni og einn alþingismaður og bókaútgefandi, Þorsteinn Metúsalem
Jónsson, lengi búsettur á Akureyri.
Árið 1869 eignaðist afi son með stúlku sem hét María Jónsdóttir frá
Teigagerði við Reyðarfjörð, og var hann látinn heita Einar, og kemur
hann og fjölskylda hans mikið við sögu foreldra minna síðar í greininni.
Síðar kvæntist Einar afi Jóhönnu Jónsdóttur ömmu minni frá Hóli í
Hjaltastaðaþinghá, Stefánssonar Schevings, prests að Prestbakka. Jó-
hanna amma var áður gift Halldóri Péturssyni frá Klúku á Héraði. Þau
eignuðust tvö böm, Kristínu og Pétur. Halldór dó ungur og vom börnin
því í ómegð þegar afi og amma giftust.
Þau Einar og Jóhanna bjuggu að Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá
og eignuðust þrjú böm, Jónínu Salnýju móður mína, Stefán og Óla.
Einar afi gerðist póstur á milli Eskifjarðar og Bjamamess í A-Skafta-
fellssýslu árið 1882, en hætti póstferðum 1894 vegna atviks sem of langt
mál væri að geta hér, en má finna í Söguþáttum landpóstanna, þriðja
bindi bls. 11-12.
Einar þótti harðsnúinn ferðamaður, bráðduglegur og stórbrotinn í
skapi.
Jóhanna amma dó fremur ung. Eftir lát hennar fluttist Einar afi til
Borgarfjarðar eystri og settist þar að. Mun hann hafa byggt sér þar hús
sem hét Einarsbær. Þar bjó hann með ráðskonu, Guðrúnu Jónsdóttur,
fæddri 4. september 1858, ættaðri úr Borgarfirði. Á Einarsbæ bjó afi
nokkur ár og ól upp stúlku sem Einar sonur hans átti. Hét hún María,
fædd 11. september 1905, og næstyngst sjö barna sem Einar átti.
Eftir að fyrmefnd Guðrún dó fluttist Einar afi að Þingmúla til Óla son-
ar síns. Einnig var hann af og til hjá dóttur sinni á Mýmm.