Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 95
MÚLAÞING
93
Vorið 1933 fluttist afi með Einari bróður mínum að Hafranesi við
Reyðarfjörð. Þar andaðist hann 1. desember 1934, níræður að aldri, og
var jarðsettur að Mýrum hjá dóttur sinni.
Einar Einarsson, hálfbróðir móður minnar, giftist Salínu Jónsdóttur,
ættaðri úr Borgarfirði eystra og fluttist til Borgarfjarðar um aldamótin
1900.
Þau eignuðust sjö börn, flest fædd í Borgarfirði. Einar var heilsuveill.
Árið 1909 fer hann upp að Brekku í Fljótsdal að finna lækni, en þar var
þá læknissetur og sjúkrahús. Reyndist hann vera með ólæknandi krabba-
mein í maga. Þar sem ekkert var hægt að gera fyrir Einar á Brekku og
enga aðhlynningu þar að fá til langframa, fór faðir minn og sótti Einar.
Var hann svo á Mýrum þar til hann dó, 13. febrúar 1910, eftir miklar
þjáningar. Hann var jarðsettur í Þingmúlakirkjugarði. En niðri í Borgar-
firði sat ekkjan með öll börnin.
Faðir minn fór þá niður í Borgarfjörð og sótti ekkjuna og fjögur börn
hennar, flest í ómegð. Olust þau öll upp að Mýrum. En þeim tveimur
sem eftir urðu í Borgarfirði var búið að koma fyrir á góðum heimilum,
en Einar afi var búinn að taka Maríu áður, eins og fyrr var getið.
Það gefur auga leið að koma fimm manna fjölskyldu á heimilið, hefur
valdið ýmsum breytingum og aukið álagið á móður mína, sem var með
sex börn í ómegð fyrir. Húsakynnin voru fremur lítil fyrir allan þennan
fjölda, þótt faðir minn hafi verið búinn að stækka gamla bæinn og laga á
ýmsa vegu.
Til gamans langar mig að skrifa niður hverjir voru búsettir á Mýrum,
þegar manntalið var tekið 1910.
Stefán Þórarinsson fæddur 06.09.1871
Jónína Salný Einarsdóttir “ 04.05.1877
Einþór Stefánsson “ 18.07.1900
Einar Jóhann Stefánsson “ 06.09.1902
Þórarinn Stefánsson “ 17.05.1904
Zóphónías Stefánsson “ 28.11.1905
Magnús Stefánsson “ 19.03.1907
Methúsalem Stefánsson “ 15.10.1908
Annað heimilisfólk á Mýrum:
Guðrún Amgrímsdóttir “ 25.08.1818
Antoníus Björnsson “ 16.06.1844