Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 99
MULAÞING
97
húsfreyjan sem öllum þótti svo vænt um, ekki síst bömum móður minn-
ar, veikist og liggur þungt haldin. Til hennar er sóttur læknir, sem vildi
láta flytja hana á sjúkrahús á Seyðisfirði, en þá var hún orðin svo veik að
ekki þótti ráðlegt að flytja hana svo langan veg. Hún andaðist skömmu
síðar, 10. október 1929.
Faðir minn stendur þá uppi í annað sinn með fimm börn í ómegð.
Verður þá Pálína systir mín að taka við forsjá heimilisins. Hún var þá
17 ára gömul.
Þórarinn bróðir minn hefur sagt mér að hann hafi komið að Mýrum eft-
ir að Ingifinna veiktist, en hann var þá við smíðavinnu á Hallormsstað.
Hafi hún þá beðið sig að smíða kistuna utan um sig, því hún kvaðst vita
að hún mundi aldrei komast yfir þessi veikindi sín, enda dó hún skömmu
síðar. Smíðaði Þórarinn kistuna eins og Ingifinna hafði beðið hann um.
Ingifinna var jarðsett í heimagrafreitinn að Mýrum við hlið móður
minnar.
Eftir þetta reiðarslag hægði faðir minn mikið á framkvæmdum á Mýr-
um, enda farinn að eldast og lýjast. Samt hélt hann búskapnum vel í
horfinu og vann mikið fyrir hreppsfélagið. T.d. var hann hreppstjóri í 33
ár, til dauðadags, en þá tók Zóphónías sonur hans við starfinu. Sýslu-
nefndarmaður var faðir minn í 40 ár og oddviti í 9 ár. Einnig var hann
formaður búnaðarfélagsins í mörg ár og stefnuvottur og sáttasemjari
mestan sinn búskap. Forsöngvari og meðhjálpari í Þingmúlakirkju var
hann í 20 ár og forðagæslumaður í Skriðdalshreppi í mörg ár. Enn er
margt ótalið af störfum þeim sem hann vann fyrir sveitarfélagið.
Faðir minn skrifaði fallega rithönd, og var honum eiginlegt að hafa
allan frágang skjala nákvæman og snyrtilegan.
Hinn 16. janúar 1940 var föður mínum veittur riddarakross Fálkaorð-
unnar. Þeir Friðrik Jónsson á Þorvaldsstöðum í Skriðdal og Sigurbjörn
Snjólfsson frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá hafa báðir skrifað um föður
minn, og telja hann í allra fremstu röð sinna samtíðarmanna og muni
störf hans og áhrif lengi lifa.
Einnig skrifaði Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri um föð-
ur minn 1924, og segir þar m.a. „Feiknalega gæti landið okkar breyst
mikið og fljótt, ef jafnmikið lægi eftir alla íslenska bændur og Stefán frá
Mýrum síðustu 20 árin.“
Það má bæta því hér við, að á fundi, þar sem rætt var um fækkun fólks
úr sveitinni, stóð faðir minn upp og sagði: „Við þurfum að fá akveg,
síma á alla bæi og brýr yfir árnar, þá kemur hitt af sjálfu sér.“ Því á
landgæðum og fegurð Skriðdalsins hafði hann óbilandi trú.