Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 101
MÚLAÞING
99
Árið 1971 vora 100 ár liðin frá fæðingu föður míns. Af því tilefni
komu börn hans og nánustu ættingjar saman og minntust þessara tíma-
móta á eftirminnilegan hátt að Mýrum.
Öll börn föður okkar, sem á lífi voru, komu til þessa ættarmóts. Pálína
Fanney og Einþór vora dáin.
Gengið var að grafreitnum, þar sem foreldrar okkar hvíla. Hélt Zóph-
ónías ræðu, og afhjúpaði legstein sem systkinin gáfu á leiðin. Einnig
mælti Guðmundur Óli Ólafsson prestur að Vallanesi nokkur orð. Frá
grafreitnum var gengið að afgirtu svæði er undirbúið hafði verið til trjá-
ræktar, og gróðursettar þar 200 plöntur. Á þessi reitur að bera nafn föður
okkar og heita Stefánslundur.
Hjá hjónunum Ingibjörgu og Zóphóníasi voru framreiddar hinar rausn-
arlegustu veitingar.
Síðan var ekið að Þingmúlakirkju og staðnæmst við leiði Pálínu Fann-
eyjar systur okkar.
Daginn eftir hélt hópurinn upp að Hallormsstað og var snæddur þar
kvöldverður. Þar fluttu margir ræður, þar á meðal Friðrik Jónsson frá
Þorvaldsstöðum í Skriðdal, sem hafði verið sérstakur vinur föður okkar.
Þá las Hrólfur Kristbjömsson frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal upp
frumort kvæði, og að síðustu flutti Þórarinn bróðir okkar ágæta ræðu og
þakkaði alúðlegar og höfðinglegar móttökur hjá frændfólkinu á æsku-
stöðvunum og þó sérstaklega Mýrarhjónunum, Ingibjörgu og Zóphóní-
asi, sem mest höfðu lagt af mörkunum.
Sem viðbót við þessa grein mína um föður minn, langar mig að birta
frásögn frá aldamótasamkomu, sem haldin var að Arnhólsstöðum í
Skriðdal 26. janúar 1901. Þessi frásögn birtist í Austra, 9. tölublaði XI.
árgangs:
Einna tilkomumest og þýðingarfyllst virðist aldamótasamkoma sú
hafa verið, er Skriðdælingar héldu að heimili Finnboga oddvita Ólafs-
sonar á Amhólsstöðum, og kom þar saman að kvöldi 26. janúar töluvert
á annað hundrað manns.
Hátíðarhaldið byrjaði kl. 8 með fagnaðarræðu herra Finnboga Ólafs-
sonar til gestanna, og síðan var sunginn einn af eldri þjóðsöngum vor-
um. Var síðan dansað til kl. 11. Heiðursgestir á samkomunni voru þau
síra Magnús Blöndal Jónsson og Guðríður Ólafsdóttir kona hans. Hélt
Magnús aðalræðu samkomunnar og minntist framfara lands og þjóðar á
liðinni öld, konungs vors, stjómmála vorra, skólamála vorra, atvinnu-