Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 102
100
MÚLAÞING
mála vorra, samgöngumála og þess arfs, er vér höfum tekið eftir 19. öld-
ina, og gat þeirra framfara, er nýja öldin mundi bera í skauti sínu, svo
sem að breyta óræktuðu landi í ræktað, fjölga fólki, auka velmegun o.fl.
Þótti ræða síra Magnúsar bæði fróðleg og skemmtileg. Síðan töluðu þeir
búf. Bjarni Eiríksson, Runólfur Sigurðsson og Antoníus Björnsson, er
endaði ræðu sína í ljóðum, og mæltist þeim öllum vel.
Síðan skemmtu menn sér aptur við dans, söng og spil til kl. 6 um
morguninn.
Þá byrjuðu aftur ræðuhöld: Páll Pálsson, Finnur Bjömsson, síra Magn-
ús, Benedikt Eyjólfsson (er stakk upp á að stofna yrði málfundarfélag í
Skriðdal), Jón ísleifsson, og húsfrú Jónína Einarsdóttir á Víðilœk, er
studdi uppástungu Benedikts hreppstjóra um málfundi, er samkoman tók
mjög vel undir. Að endingu var sungið „Fósturlandsins Freyja“. Var þá
komið fram á dag, er slitið var þessari samkomu, er öllum kom saman
um, að hefði verið hin skemmtilegasta, þótt ekkert vín væri þar haft um
hönd.
Þess ber að geta, að það kom oft í ljós hjá ræðumönnum, í hverju áliti
síra Magnús og frú hans eru hjá Skriðdælingum, sem síra Magnús ber
líka hinn ágætasta vitnisburð.
7 kvæði vora frumflutt til samkomunnar, fleiri en eitt eftir Bjama búfr.
Eiríksson, 1 eftir Antoníus Bjarnason og 1 eftir bróður hans, Finn bónda
á Geirólfsstöðum, sem eftirfarandi erindi er tekið úr.
Vér stöndum hér allir og strengjum þess heit,
að stuðla að framkvæmd og duga.
Flýjum ei landið, því fámenn er sveit,
og festum það jafnan í hug,
að hér liggur fjársjóður hulinn í jörð,
honum því eftir vér leitum.
Fylgjumst að allir, svo framkvæmd sé gjörð,
og fræknlega kröftunum beitum.