Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 103
AGNAR HALLGRÍMSSON CAND. MAG:
Jens Wíum sýslumaður og hvarf hans
vorið 1740
Vegna fjarlægðar frá höfuðbrunnum íslenskra fræða, þ.e. Landsbóka- og Þjóð-
skjalasöfnum skal það tekið fram, að ekki er ávallt jafn strangvísindalega staðið
að ritsmíð þessari, eins og ég hefði óskað. Bið ég lesendur vinsamlegast að hafa
þetta í huga. - Höf.
Jens Wíum var aldanskur maður. Talinn er hann fæddur um 1680
(1684), sem ráða má af því, að þegar hann segir lausri sýslu sinni árið
1739, kveðst hann vera á sextugasta aldursári (Þjskjs. A 69 II 11).
Foreldrar hans voru Pétur Wíum Hinriksson, sem var yfirskoðandi
(visiteur) við skráningu hermanna í Kaupmannahöfn (fsl. æviskr. J.V.),
og Bodil Hansdóttir (HÞ Lærðr. æv.). Aðrir segja að hún hafi heitið Bo-
lette og verið systir eða systurdóttir Juliane Marie þáverandi Danadrottn-
ingar, konu Friðriks 5, sem var þýsk prinsessa. Gengu þau í hjónaband
árið 1752. (Huld 1, 150 Snókdalín). Þetta virðist þó vera eitthvað málum
blandað. Varla kemur til mála, að Bodil þessi hafi verið systir drottning-
arinnar, og systurdóttir er þó jafnvel enn ólíklegra tímans vegna. (Huld
1, 150 nmálsgr.).
Þessar sögusagnir benda þó fremur til þess, að þau hjón bæði, einkum
konan, hafi verið af göfugum ættum.
Um æsku og uppvöxt Jens er fátt vitað. Bogi Benediktsson telur að
hann hafi alizt upp hér á landi (Sýslumæv. IV, 756), en færir þó engin
rök fyrir því máli. Þetta er mjög ósennilegt, enda nokkurn veginn víst,
að Jens hefur dvalizt í Danmörku allt fram yfir tvítugt.
í æsku mun hann hafa lagt mikla stund á vopnaæfingar (skylmingar)
og segir Gísli Konráðsson, að hann hafi verið afarfrækinn í þeirri íþrótt.
Telur Gísli, að fáir Danir, sem hingað kæmu, hafi verið jafnfimir og
miklir fyrir sér og hann. (Huld I, 151). Hafa ýmsar þjóðsögur myndazt
um leikni hans I vopnameðferð og tilgreinir Gísli eina slíka, þar sem
hann átti að hafa átt í höggi við erlenda duggara. (Huld I, 151-153).
Hvort sem sú saga er sönn eður ei, virðist Jens hafa verið hið mesta