Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 105
MULAÞING
103
þá hafa starfað við verslunina í Breiðuvík. Hún hét Ingibjörg Jónsdóttir
Sigfússonar, sem býr á Egilsstöðum í Vopnafirði 1681. Kona Jóns þessa
hét Sesselja og var dóttir Jóhanns þýzka á Egilsstöðum, Wilhelmssonar
(fædd 1643).
Arið 1703 (sjá manntalið) er Sesselja þessi á Stekk í Breiðuvík og með
henni þrjú börn þeirra Jóns, þar á meðal Ingibjörg, sem þá er sögð vera
13 ára að aldri. Hins vegar er Jón maður hennar þar ekki, og er því svo
að sjá sem Sesselju hafl verið komið fyrir með börn sín, er þau hafa orð-
ið að hætta búskap einhverra hluta vegna. Það er því líkast sem skyld-
leiki hennar við hinn tiginborna mann, Jóhann þýzka, hafi verið orsökin
fyrir dvöl hennar við verzlunina í Breiðuvík, um annað er vart að ræða.
Hafi Jens komið þangað um 1710, hefur Ingibjörg verið orðin gjafvaxta
eða um tvítugsaldur.
Nú er það næsta undarlegt, að af þessum ráðahag skyldi verða, því að
víst er um það, að um jafnræði í auð eða stöðu hefur ekki verið að ræða
með þeim. Víst er, að Ingibjörg hlýtur að hafa verið bláfátæk og gat
þarafleiðandi ekki haft virðingar til slíkrar giftingar nema í gegnum ætt
sína eða e.t.v. stöðu móður sinnar við verzlunina.
Ekki er annars getið en að samfarir þeirra yrðu góðar þrátt fyrir mikinn
mun í auði og ættgöfgi. Lifði Ingibjörg mann sinn og harmaði mjög hvarf
hans (Huld I, 155). Börn áttu þau allnokkur saman, og er þeirra þekktast-
ur Hans, sem tók við sýslumannsembættinu eftir hvarf föður síns.
Eftir fárra ára dvöl við verzlunina í Breiðuvík (Ævis. ÞS, 12) tók Jens
að slægjast eftir sýslumannsembætti í Múlasýslu og hefur sennilega beitt
áhrifum sínum og föður síns við konung og stjórn í því skyni. Arið 1718
skipaði Rentukammerið Jens til að vera aðstoðarmaður Bessa Guð-
mundssonar, og sama ár, hinn 13. apríl, fékk hann konunglegt vonarbréf
fyrir miðhluta Múlasýslu eftir Bessa. Skyldi hann vera aðstoðarmaður
hans fyrst um sinn með von um Skriðuklaustur og sýsluna eftir hann.
(Sýslumæv. IV, 756) (Ævis. ÞS, 12). Er mælt, að fyrir þetta hafi Jens
orðið að greiða stórfé eða 300 Rd., hvað sem kann að vera hæft x því.
(Sýslumæv. IV, 756).
Ekki er að efa að þessi ráðstöfun hefur komið nokkuð á óvart.
Bessi hafði þá fyrir skömmu eða árið 1712 ráðið Þorstein Sigurðsson
fyrir lögsagnara sinn og falið honum helming allra tekna, bæði af
klaustrinu og sýslupartinum. Auk þess hafði hann fengið lífstíðarbréf
fyrir hinum helmingi klaustursins.
Nú var Jens fyrirvaralaust ráðinn lögsagnari Bessa með von um sýsl-
una og helming klaustursins eftir hans daga, auk þess sem hann fékk all-