Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 107
MÚLAÞING
105
svo hvor þeirra af þessum lienum jöfn not hafa skyldi eptir jöfnum
reikningi“. (Ævisaga ÞS, 13).
Ymsir fræðimenn hafa látið í ljós þá skoðun, að samningur þessi hafi
stafað af vankunnáttu og vanhæfni Jens til að gegna þessu embætti.
(Huld I, 150, Blanda IV, 193).
Sú þarf þó alls ekki að vera skýringin, heldur hafi honum þótt embætt-
ið of annasamt, ef hann gegndi því einn. Þó er ekki ólíklegt, að hann hafi
kosið að njóta aðstoðar Þorsteins fyrst í stað, þar sem hann var, sem fyrr
segir, allsendis ólærður í lögum, en Þorsteinn aftur á móti orðinn reynd-
ur í starfi sínu. Þá er einnig hugsanlegt, að Þorsteinn hafi átt að fá þetta
embætti í sárabætur fyrir sinn missi, og mundu þá einhverjir valdamenn
landsins hafa gengizt fyrir því, er þeir sáu, hversu grátt hann hafði verið
leikinn.
Svo mikið er víst, að allan þann tíma sem Jens fór einn með völd í
tveimur syðstu hlutum Múlaþings, er ekki getið um embættisglöp eða ó-
reiðu hjá honum, og verður hann því vart sakaður um að vera ekki hæfur
í sitt embætti.
Gísli Konráðsson segir, að Þorsteinn hafi tekið nær allt sýslugjaldið
fyrir starf sitt og að Þorsteinn hafi verið mjög ágengur við Jens. (Huld I,
150-151). Hvorugt fær staðizt. Fyrra atriðið kemur skýrt fram í samningi
þeim, sem þeir gerðu sín á milli og prentaður var með ævisögu Þorsteins
(Ævis. ÞS, 13-15 nmálsgr.). Um hitt atriðið er það að segja, að ekkert
bendir til ósamkomulags þeirra á milli nema síður sé. í ævisögu Þor-
steins er ekki annars getið en öll þeirra skipti hafi farið fram í full-
kominni einingu, enda voru þeir nágrannar. (Ævis. ÞS, 15). Þá verður að
telja það mjög ólíklegt, að þeir synir Þorsteins hefðu ekki getið þess, ef
hann hefði á einhvern hátt borið hærra hlut yfir Jens, eða þá, að Jens
hefði að jafnaði þurft að leita fulltingis hans við embættisstörf.
Það verður því að teljast ósannað, að Jens hafi á nokkum hátt verið
vanfær til síns embættis eða farið halloka fyrir „collega“ sínum og sam-
starfsmanni.
Bessi Guðmundsson lézt árið 1723 þá orðinn aldraður. Tók þá Jens
Wíum formlega við sýsluparti hans, sem var hálft Skriðuklaustur og 11
þingstaðir í miðhluta Múlasýslu, en Þorsteinn var þá einnig orðinn
sýslumaður í nyrzta hluta Múlaþings. Allar tekjur af þessum lénum lagði
nú Jens til jafnra skipta við Þorstein, og sama gerði hann, þegar Jens
fékk sýslupart Hallgríms Jónssonar við lát hans árið 1736. (Sýslumæv.
IV, 756).
Þessi samningur þeirra um jöfn skipti sýslutekna af lénum þeirra