Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 108
106
MULAÞING
beggja stóð í 19 ár eða til ársins 1738 (Ævis. ÞS. 15), en það var tveimur
árum eftir að Jens fékk umboð fyrir mið- og syðsta hluta Múlasýslu ó-
skipt og árið áður en hann sótti um lausn frá embætti. Má geta nærri að
slíkt samkomulag myndi vart hafa haldizt svo lengi, ef ekki hefði verið
fullkomin eining þeirra á milli. Þá er Jens hafði fengið lögsögu í þessum
þremur þingstöðum í syðsta hlutanum við lát Hallgríms árið 1736, hafði
hann náð undir sig öllum mið- og syðsta hluta sýslunnar eða samtals 14
þinghám.
Hélzt þessi óréttláta skipting sýslunnar í umdæmi allt til ársins 1778, er
sýsluskiptingunni var breytt þannig, að hætt var við þrískiptingu þá, sem
staðið hafði í nær heila öld í orði kveðnu, en sjaldnast hafði þó verið fram-
fylgt í raunveruleikanum. í þess stað var tekin upp tvískipting sú í Norður-
og Suður-Múlasýslu, sem jafnan hefur haldizt síðan og enn er í gildi.
Af embættisferli Jens Wíums fer engum sögum, hvorki góðum né
slæmum, og virðist því ekkert hafa verið út á hann að setja. Alvarleg
mál komu þó upp í sýslu Jens um hans daga, svo sem sifjaspellsmál árið
1725 og morðið í Eiðaskógi 1729, að ógleymdum Sunnefumálunum sem
hófust um hans daga. Þessi óbótamál virðast hafa gengið sinn gang til
Alþingis, þar sem dauðadómunum var fullnægt. Verður því ekkert ráðið
af þeim um afstöðu sýslumanns til dóma og refsinga þeirra tíma, enda
voru slík mál með þeim hætti, að ekki þurfti að vefjast fyrir mönnum
hver endalok fengju.
Jafnan hefur það líka verið svo, að menn hafa verið fundvísari á það
sem miður fór í fari slíkra embættismanna, en gleymt að geta þess, sem
telja mátti þeim til gildis.
Jens virðist hafa verið fremur vinsæll af sveitungum sínum og öllum í-
búum sýslu sinnar, er hann átti einhver skipti við. Hann virðist þó hafa
verið nokkuð orðhvatur, jafnvel kerskinn við þá, sem hann þekkti, og ef
til vill nokkuð drykkfelldur, sem ekki þótti mikið tiltökumál hjá valds-
mönnum þeirrar tíðar.
í þjóðsögum Sigfúsar er tilgreind frásögn af orðaskiptum Jens við ná-
granna hans, Bessa bónda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, sem var faðir
Gríms prests, sem kunnur er í austfirzkri sögu. Bera þessi orðaskipti, ef
sönn eru, það með sér, að Jens hafi verið nokkuð orðhvatur, en vinur
vina sinna. Sagan er á þá leið, að eitt sinn, er Wíum var genginn í kirkju,
kom Bessi inn í hana. Spratt þá Wíum upp og hljóp á móti honum,
klappaði á öxl hans og mælti:
„Meren din, Besse min, æder himmel og jord og helvede, men gaa du
nu ind, Besse min“ (SigSigf. Þj. XI, 18).