Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 109
MÚLAÞING
107
Tilefnið var að sögn það, að hryssa sem Bessi átti sótti mjög í hey Jens
(sama).
Ekki virðist Jens hafa safnað miklum auði þrátt fyrir stórt umdæmi,
sem hefði getað gefið góðar tekjur, ef fast hefði verið á eftir gengið.
Skilur þar á með honum og samtímamanni hans og „collega“, Þorsteini
Sigurðssyni, sem varð allra manna auðugastur, enda þótt umdæmi hans
væri mun minna.
Þetta bendir ótvírætt 1 þá átt, að Jens hafi ekki verið mjög eftirgangs-
samur um minni háttar afbrot og fésektir, sem að vísu myndu hafa orðið
til að auðga hann og bæta hag hans í hvívetna, því oftast fór saman það
sem kallað var nákvæmni í allri embættisfærslu og góður efnahagur, en
þegnarnir máttu glöggt vita, hvað slík „nákvæmni“ þýddi. Engar heim-
ildir eða sögusagnir eru þó til um mildi Jens í réttarfarsmálum eða hjálp-
semi við sakamenn í trássi við lögin, eins og jafnan fóru af syni hans
síðar.
Annars er flest með hálfgerðum þjóðsagnablæ kringum Jens Wíum, og
er þar ef til vill undarlegastur dauði hans, sem bar að með mjög kynleg-
um hætti, svo ekki sé meira sagt. Virðist allt vera á huldu enn þann dag í
dag, með hverjum hætti hann raunverulega bar að, en það, sem gerðist,
var í megindráttum sem hér segir:
Vorið 1740 var Jens í þingferðum um sýsluna. Með honum var lög-
sagnari hans, Jón Bjamason prófasts á Kálfafelli Þorleifssonar. Hann
hafði útskrifazt úr skóla 1736 og gerzt lögsagnari Wíums árið 1738,
þegar Jens tók við sýsluparti Hallgríms Thorlaciusar. (Huld I, 151
nmálsgr.). I ýmsum annálum er Jón þessi talinn Þorleifsson (Snókdalín,
Árb. Esp. IX, 140, Huld I, 154), en það mun ekki hafa átt við rök að
styðjast, heldur hafi afi hans heitið Þorleifur (Huld I, 151 nmálsgr.).
í maímánuði þetta vor (sennilega 7. maí) hafa þeir verið að þinga í
Seyðisfirði, en þar var þingstaður á Dvergasteini. Ætluðu þeir síðan að
halda áfram til næsta þingstaðar, sem var á Klyppsstað í Loðmundar-
firði, og fóru á báti fyrir nesið, því að vart er um aðra leið að ræða á
milli þessara fjarða vegna hæðar fjallanna í kring. Lagt var út frá Brim-
nesi, sem er ysti bær í Seyðisfirði að norðanverðu. Á bátnum vom alls
átta manns, Jens, lögsagnarinn, fimm menn bændur og búaliðsmenn
þaðan úr firðinum og ein kona gjafvaxta. Síðan spurðist ekkert til ferða
þessa skips fyrr en það fannst rekið að landi skömmu síðar með
nokkrum af mönnum í, sem voru þá allir látnir. Til sýslumanns eða kon-
unnar spurðist aldrei framar, og veit enginn, hvað um þau varð.
Frá þessum atburði er sagt í ýmsum annálum, en misjafnlega greini-