Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 110
108
MULAÞING
lega. Einna áreiðanlegasta verður að telja frásögn annáls séra Halldórs
Gíslasonar á Desjarmýri, bæði vegna kunnugleika hans á staðháttum og
öllum atburðum í sambandi við slysið. Séra Halldór var fæddur árið
1718 og hefur því verið um tvítugt, þegar slysið bar að höndum, svo að
vart ætti að þurfa að draga í efa að rétt sé þar með farið. Hann var og
svili Hans sonar Jens Wíums, og ætti að hafa getað fengið allar þær upp-
lýsingar um þennan atburð hjá honum, þeim sem á annað borð voru
kunnar. Frásögn séra Halldórs er á þessa leið:
„1740. Skeði sá tilburður, að sýslumaður Jens Wíum varð á skipstapa
með 8. mann um vorið á sýslurekstri. Hann fór á skipi frá Brimnesi og
vildi komast í Loðmundarfjörð. A skipinu voru sýslumaður sjálfur, hans
lögsagnari Jón Bjarnason, þeirra þénari (hestasveinn í 578) Einar Jóns-
son (Jón Jónsson) bóndi frá Brimnesi, Guðmundur Valdason, Þórarinn
Jónsson bóndi frá Fjarðarseli, Magnús hans son og kvenmaður að nafni
Vilborg, er sumir sögðu Jens s(ýslumaður) ætti gott við, b.v. 578). Veð-
Myndin er tekin á Neshálsi milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar. Hún sýnir
fjallsendana og firðina tvo, Loðmundar- og Seyðisfjörð, m.a. Skálanesbjarg
handan Seyðisfjarðarmynnis. Borgartangi kallast ysti tangi milli fjarðanna, en
Sléttanes er í hvarfi um 2 - 3 km innar með Seyðisfirði. Þar í nánd fórst bátur
Jens á Sléttanes- eða Sýslumannsboða. Mynd: Auðun Einarsson.