Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 112
110
MULAÞING
verið. Sem kunnugt er, eru vissir partar Desjarmýrarannáls til í fleiru en
einu handriti. Eitt þessara handritsbrota er nefnt í B 578. 8vo, og telur
Jón Jóhannesson að það sé ritað af Jóni Sigfússyni á Ketilsstöðum á
Völlum, síðar á Eskifirði (d. 1866). Þetta annálsbrot er mjög hroðvirknis-
legt, en hefur þó ýmislegt, sem ekki er í aðalhandritinu Lbs. 2578,. 8vo.
Telur Jón Jóhannesson það vera viðauka Jóns þessa. (Ann V, 272-273).
Við frásögnina af slysinu vorið 1740 hefur verið bætt ýmsum atriðum,
sem virðast eiga þjóna þeim tilgangi að upplýsa málið.
f fyrsta lagi segir þar um Jón Bjarnason, skrifara Wíums, að mælt hafi
verið, að hann vildi eiga dóttur Jens, „ég held Bóel“, en sýslumanni hafi
ekki þótt það fjárlaga. Þar segir og, að hann hafi farið nauðugur með
sýslumanni í þessa ferð.
í öðru lagi telur hann þann orðróm hafa gengið á meðal manna, að
Jens hafi átt vingott við konuna Vilborgu, er á bátnum var.
f þriðja lagi er bætt við þessu:
„Margrætt var um þenna skiptapa. Sýslum(aður) Jens var syndur sem
selur. Mælt er, að stingir hefðu fundist á tveimur heldur en fl(eirum),
annar Guð(mundur) Valdason. Sagt var að enskt fiskiskip hefði legið þar
inni, þó utarlega, og lagt út um nóttina“ (Ann V, 288-289).
Sé það rétt, að þessir viðaukar séu síðari tíma innskot ritarans, sem
mun vera nokkurn veginn fullsannað, er lítið mark takandi á þeim, sök-
um þess að þá voru hviksögurnar um slysið komnar í hámark.
Virðast þá ýmsar tilgátur hafa verið uppi um afdrif skipsins og mann-
anna og grunurinn farið víðs vegar, og e.t.v. sízt nálægt hinu sanna. Ber
þessi frásögn nokkurn keim af Jóni Espólín, en hann segir m.a. svo um
þennan atburð:
„þat (c: skipið) fannst seinna ok þeir 5 menn í því daudir, voru stingir
tveir á formanninum hjá viðbeininu, sem vera mundu eftir korda, ok var
getit til at sýslumanni mundi hafa borit til vid þá, ok sveini hans, er þeir
voru nokkut ölvadir, ok þeir mundu hafa unnit á þeim ok hrundit þeim
útbyrdis ... Fannst hvorki sýslumaður né Jón Þorleifsson (rétt Bjarna-
son), né konan þadan af ok gátu menn til at þau mundu hafa komist í
duggur útlendar, er þá lágu vid Austurland“ (Esp.Árb. VIII, 140).
Svipað farast Gísla Konráðssyni orð, enda mun hann hafa tekið frá-
sögn sína að miklu leyti upp eftir Espólín (Huld, I, 150 nmálsgr.). Þá
hefur hann það eftir Jóni gamla Eiríkssyni, sem var dóttursonur Jens
Wíums,
„að Jón Þorleifsson (rangt) ræki með korðastingjum væri þeim Jens þá
tekið illa að semja, væri Jón og stórbokki og drykkjumaður“.