Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 115
MÚLAÞING
113
fundust, hafi látizt af kulda og vosbúð. Á flóði hafi svo báturinn losnað
af skerinu og rekið til lands.
Um hvarf Jens og þeirra hinna er það að segja, að ekki er ólfklegt, að
hann hafi freistað þess að synda með konuna út í duggur þar nálægar eða
til lands, þar sem hann var sagður vel syndur, hvort sem það hefur
heppnazt eða þau bæði drukknað á leiðinni. Sama er að segja um hina
tvo, sem ekki voru í bátnum, þ.e. Þórarin Jónsson bónda í Fjarðarseli og
Guðmund Valdason. Þeir hafa sennilega báðir freistað þess að synda í
land, en aðeins annar þeirra komizt alla leið og látist þar úr vosbúð.
Stingimir á formanninum, hvers nafns er ekki getið, eru sennilega
hugarburður eða þá til komnir við það, að lrkin hafi kastazt til í bátnum
og lent á einhverju oddhvössu.
Þetta virðist mér vera eðlilegasta skýringin á þessum atburði, en hún
hefði átt að vera svo auðsæ á þeim tíma, sem slysið varð, að óþarft átti
að vera að búa til aðrar skýringar á því.
Ekkert virðist heldur hafa verið gert í því að rannsaka þetta mál strax
eða síðar, og bendir það fremur til þess, að þess hafi ekki þótt vera þörf,
svo augljósar virðast orsakirnar hafa verið. Það myndi þó hafa staðið
syni og eftirmanni Jens næst að taka vitni til yfirheyrslu um dauða föður
síns, og honum hefði átt að vera það nokkurt áhugamál. Má vera að trúin
á, að galdramenn hefðu staðið að verkinu, hafi hindrað hann í því að for-
vitnast frekar um orsakirnar. Galdratrú var þá hvergi nærri útdauð hér á
landi. Þetta er þó fremur ólíklegt, þar sem Hans Wíum virðist sízt af öllu
hafa verið haldinn hjátrú, svo sem ráða má af skýrslu hans um Hjalta-
staðafjandann.
Grunur um, að Jens hefði verið valdur að dauða mannanna á bátnum,
virðist hafa verið nokkuð útbreiddur á 18. öld. Gekk svo langt, að Grím-
ur Bessason orti um það vísu til Hans Wíums, en Hans hafði ort vísu um
Bessa föður Gríms, en Grímur sneri henni upp á Jens. Vísan er þannig:
Á Skriðuklaustri valdsmann var
Wíum fyrr á dögum,
með korða sundur kauða skar
contra norskum lögum. (ÁrbEsp. VII.).
Vera má að þetta hafi verið ort meira í gamni en alvöru.
Og að lokum. Hvað var það eiginlega sem gerðist úti fyrir Sléttanesi
þennan maídag vorið 1740. Ur því mun víst seint verða skorið. Ef til vill
urðu þau Geitavíkursystkini, Jón og Sunnefa, eins miklir örlagavaldar í