Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 119
MÚLAÞING
117
Farið var á sjó öðru hvoru og aflað í matinn. Það virtist vera fiski-
gengd við nesið á þessum tíma. Eitt kvöld fórum við tveir á sjó kl. 9 og
komum aftur kl. 11 með 190 fiska.
Þegar búið var að koma mannskapnum fyrir á staðnum, þá sneru menn
sér að því með krafti að undirbúa vitabygginguna.
Fyrst í stað fannst okkur veðráttan vera heldur köld, lá við frosti á
nóttunni og snjór var í fjöllum.
Með Herjólfi kom lítil steypuhrærivél, er einnig skyldi notuð til þess
að draga byggingarefnið að vitastæðinu og jafnframt að „hífa“ steypuna
upp í mótin.
Fyrsta verkið var því að leggja brautarteina niður á fjörukambinn og
smíða kassa til þess að flytja möl, sand og annað byggingarefni á stað-
inn, svo sem timbur og sement. Þetta heppnaðist, létti vinnuna og flýtti
fyrir verkinu.
Ekki reyndist vera nægilegt byggingarefni í fjörunni, nóg að vísu um
möl en lítið af sandi. Varð því að flytja hann að, var hann aðallega sóttur
til Brúnavíkur og fluttur á trillubát.
Lítill lækur rann frá fjallinu. Var grafinn skurður frá honum, vatninu
veitt að vitastæðinu og það notað í steypuna.
Benedikt Jónasson verkfræðingur hjá vitamálastjóra teiknaði vita-
bygginguna og hafði yfirumsjón með framkvæmd verksins. Benedikt
var þó ekki á staðnum, heldur sá um flutning á efni og fylgdist með öllu
frá skrifstofu sinni í Reykjavík. En þegar búið var að steypa vitann, kom
hann austur og sá um niðursetningu á ljóskeri.
Vitinn er 16 metra hár, ferkantaður og „hallur að sér“, skiptist í fjórar
hæðir. Veggirnir þynnast við hverja hæð, veggþykkt á neðstu hæð 65 sm
neðst, en 58 sm efst. Önnur, þriðja og fjórða hæð þynnast í svipuðum
hlutföllum, veggþykkt efst er 25 sm. Byggingin er öll jámbundin, gólf
og loft úr steinsteypu.
Það væri ef til vill fróðlegt að rifja upp vinnuna og nokkrar tímasetn-
ingar við byggingu vitans. Unnið var frá kl. 7 að morgni til kr. 7 að
kvöldi. Einn tími í mat og tvisvar hálftími í kaffi. Kaup greitt fyrir 10
tíma vinnu. Ekki var unnið á sunnudögum, en alla sex daga vikunnar.
Hinn 17. júní var búið að steypa sökkul og neðsta gólf. Þá kom rign-
ingakafli, krapahríðar og norðanstormur.
28. júní búið að steypa neðstu hæð að lofti.
5. júlí búið að steypa loft í neðstu hæð.
16. júlí búið að steypa vitann í 13 m hæð og loftið í þriðju hæðina og
verið að ganga frá mótum í fjórðu og síðustu hæðina.