Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 125
MÚLAÞING
123
Margt annað vakti undrun okkar, svo sem íbúðarhúsið, sem var fremur
stórt með þrem burstum, vel innréttað og búið mörgum þeim þægindum
sem sáust þá ekki í sveitum. Þá sýndi Hákon okkur gripahúsin, sem voru
mjög nýtískuleg og hagkvæm. Kvaðst hann hafa búið í þeim á meðan hann
var að byggja íbúðarhúsið, og hafi með því sparað sér mikið efni, því að
með því móti gat hann notað viðina og jámið úr gamla húsinu í það nýja.
Eg tel því að Hákon í Borgum hafi byggt einar hagkvæmustu bygging-
ar, sem þekktust á landinu á þeim tíma, þótt þær væru ekki stórar, enda
var hann einyrki lengi framan af, eða þar til börnin fóru að vaxa úr grasi.
Sérstaka athygli mína vakti snyrtimennskan í Borgum, sem var miklu
meiri en algengt var í sveitum og virtist allt heimilisfólkið vera samtaka
um hana.
Þegar Hákon kom að Borgum, var það hans fyrsta verk að búa sér til
verkefnabók, sem hann nefndi „svipuna“ sína. Það fyrsta sem hann
skrifaði í bókina, var upptalning á öllu því sem þurfti að gera jörðinni til
góða, svo hún yrði eins og hann óskaði að hún yrði til frambúðar. Einnig
gerði hann verkáætlun um hvað gera skyldi á hverjum degi og í hvaða
röð verkin skyldu unnin. Þetta skrifaði hann allt í „svipuna“. Kvaðst Há-
kon ekki hafa hætt störfum fyrr en vinnuáætlunin hafi verið framkvæmd.
I sérstaka dagbók skrifaði Hákon vinnustundir allra, sem vinnufærir
voru á heimilinu, auk veðurlýsingar og skrár um gestakomur, en í Borg-
um var mjög gestkvæmt. I enn eina bók skrifaði hann veðurathuganir
sínar, skráði úrkomu, vind og sólskin eins og fyrr er getið. Þá hafði hann
bók, sem hann skráði í tekjur og gjöld heimilisins, og sérstaka bók um
þær margbrotnu tilraunir, sem hann gerði varðandi notkun áburðar og
ræktun kartaflna og rófna. Þessa bókfærslu annaðist Hákon á kvöldin
eða næturnar, og féll enginn dagur úr í bókfærslu hans. Þessar bækur
munu nú vera geymdar hjá Búnaðarfélagi íslands.
Ymsir Nesjamenn litu Hákon, þennan aðflutta bónda, hálfgerðu horn-
auga og töldu hann sérvitring, sem þættist geta breytt þeim búskapar-
háttum sem þama tíðkuðust. En um dugnað hans deildu menn ekki. Satt
var það, að Hákon í Borgum fór sjaldan troðnar slóðir. En álit nágrann-
anna breyttist er þeir sáu kotið litla ummyndast á skömmum tíma í eina
fegurstu jörð landsins, vel hýsta með fögrum skrúðgarði, talsverðri trjá-
rækt og stóru ræktarlandi.
Hver var hann þá þessi einkennilegi bóndi, sem var á allra vörum í
sveitunum í kring?
Hann hét Hákon Finnsson frá Brekkum á Rangárvöllum, fæddur 11.