Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 126
124
MULAÞING
júlí 1874. Finnur faðir hans var Gíslason og kona hans, móðir Hákonar,
hét Kolfinna Einarsdóttir. Finnur og Kolfinna urðu fyrir þeirri ógæfu, að
sandfok eyddi jörðinni og Finnur missti heilsuna, svo þau urðu að hætta
búskap og leysa upp heimili sitt. Þau Kolfinna og Finnur eru skráð á
Brekkum á Rangárvöllum árið 1870 og hafa þá eignast þrjú böm, Gísla
fæddan 1861, Steinunni Gunnfríði, fædda 1863 og Guðrúnu, fædda
1866. Á árabilinu 1870-1880 hendir sú ógæfa fjölskylduna, eins og fyrr
segir, að sandfok eyðir jörðinni.
Gísli er skráður á jörðinni Kaldbak á Rangárvöllum 1880 og er þá 19
ára gamall. Þau Kolfinna og Finnur eru skráð á Geldingalæk á Rangár-
völlum 1880 hjá Jóni Einarssyni bónda þar. Eru þau þar í vinnumennsku
og hafa með sér Hákon, þá 6 ára gamlan; fæddan 11. júlí 1874 og Guð-
rúnu, þá 14 ára.
Um afdrif Steinunnar Gunnfríðar finn ég ekkert, eftir að heimilið leys-
ist upp að Brekkum.
Þess má geta hér, að Kolfinna Einarsdóttir fluttist austur í Skriðdal í S-
Múlasýslu og dvaldist lengi á Mýrum hjá móður minni og föður og dó
þar. Muna bræður mínir vel eftir henni. En um Finn er það að segja, að
hann dó skömmu eftir 1880 og hafði þá lengi verið veikur og óvinnufær.
Hákon tjáði mér, að hann hafi verið á fimmta ári, þegar foreldrar hans
þurftu að yfirgefa heimilið, og ólust því börnin upp við mikla fátækt og
lélega aðbúð.
Það kom fljótt fram á Hákoni, að hann var duglegur, sparsamur og
framgjam. Hann settist í Möðruvallaskóla 1896 og útskrifaðist þaðan
sem gagnfræðingur 1898. Síðan fór hann til Danmerkur og var þar við
búnaðamám og vann þar á búgörðum.
Rétt fyrir aldamótin 1900 kemur Hákon heim frá Danmörku og sest að
á Klaustri í Fljótsdal í N-Múlasýslu, og mun hafa verið þar kennari.
Sumardaginn fyrsta 1901 var haldin aldamótasamkoma á Valþjófsstað
og hafði Hákon veg og vanda af henni. Frásögn um þessa afmælissam-
komu var birt í blaðinu Austra á Seyðisfirði, níunda tölublaði XI. ár-
gangs, og læt ég hana fylgja hér með greininni um Hákon lítið stytta.
Aldamótasamkoma Fljótsdœlinga sumardaginn jyrsta 1901
Á almennum sveitarfundi, sem haldinn var að Skriðuklaustri um jóla-
föstukomuna í vetur, bar séra Þórarinn á Valþjófsstað, eftir samráði við
nokkra sveitamenn, fram þá uppástungu, að haldin yrði samkoma hér í
sveitinni í tilefni af tímamótum þeim sem í hönd færu nú um áramótin.