Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 127
MÚLAÞING
125
Var gerður góður rómur að uppástungu þessari, og þegar á fundinum
kosnir nokkrir menn (karlar og konur) til þess að sjá um framkvæmdir
og undirbúning til samkomunnar.
Þegar nefnd þessi nokkru seinna fór að athuga málið, kom henni sam-
an um að fresta samkomunni fram yfir hinn upprunalega ákveðna tíma,
þar sem vel gæti farið svo að hún algjörlega misheppnaðist, um hávetur-
inn, sökum illviðra og slæmrar færðar, enda lítt mögulegt fyrir allan
þorra manna að sækja samkomuna um þennan tíma, sökum annríkis við
skepnuhirðingu o.fl. Jafnframt þessu kom nefndin sér saman um, að á-
kveða sumardaginn fyrsta fyrir hátíðardag.
A sumardagsmorguninn fyrsta var hér reglulegt gróðrarveður, hita-
molla með skýjuðu lofti og skúradrögum. Upp úr dagmálum sáust smá-
hópar af ríðandi mönnum hér og þar um sveitina, sem allir stefndu að
Valþjófsstað, því þar átti hátíðahaldið að fara fram.
Kl. 1 e.h. voru flestir gestirnir komnir (um hálft þriðja hundrað
manns). Var þá gengið í kirkju, og flutti sóknarpresturinn ræðu af stóln-
um. Þótti honum mælast ágætlega, var sunginn sálmur fyrir og eftir.
Aður en gengið var úr kirkjunni var leikið á harmoníum og sungið með
fylgiröddum: „Ó guð vors lands“ o.s.frv.
Frá kirkjunni var gengin skrúðganga út og upp á tún, og þaðan heim til
bæjar, báru 40 börn íslensk flögg, smá, og í broddi fyrir þeim gekk full-
tíða maður, Halldór Stefánsson á Klaustri, sem einnig bar stórt ísl. flagg
á hárri stöng. Við bæjarhlaðið var reist hlið skreytt blómsveigum, þar
nam fyrirliði skrúðgöngunnar staðar með blaktandi fána í hönd, og hélt
stutta, en mjög heppilega og snotra ræðu til gestanna um leið og hann,
fyrir hönd forstöðunefndarinnar, bauð þá velkomna og sagði hátíðina
setta. Var þá dregið upp hátíðarflaggið, og um leið var skotum hleypt úr
10 byssum í senn þrívegis, kvað þá hátt við í fjallinu fyrir ofan. Við
hliðið voru afhent merki er veittu aðgang að samkomunni.
Eftir nokkum tíma, sem notaður var til veitinga, gengu menn aftur í
kirkju til ræðuhalda, því regn var úti, en enginn áheyrendasalur nógu
stór heima. Var þar fyrst sungið langt kvæði til samkomunnar og fyrsta
aldarvorsins, sem ort hafði Hákon Finnsson á Skriðuklaustri. Þá talaði
síra Þórarinn fyrir minni Islands og á eftir las Hákon Finnsson upp
kvæði fyrir minni Islands er var sungið með tvísöngslagi. Ennfremur var
þá sungið: „Ó fögur er vor fósturjörð“, „Þið þekkið fold með blíðri brá“
og „Eldgamla ísafold“.
Eftir nokkurt fundarhlé hófust skemmtanir á ný með því að sungið
var: „Hvað er svo glatt“. Þá talaði Guttormur alþm. í Geitagerði fyrir