Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 130
128
MÚLAÞING
Zóphanías bróðir minn segir um Hákon, að hann hafi verið driffjöðrin
í öllum félagsskap eftir að hann kom í Arnhólsstaði, t.d. með því að
koma upp vísi að söngkór og stofnun lestrarfélags. Zóphanías segir að
Hákon hafi verið mikill fjörmaður og söngmaður ágætur, vakti lestrará-
huga hjá fólki og tók börn heim til kennslu.
Hákon bjóst við að geta fengið ábúðarrétt áfram og hafði því lagfært
margt á jörðinni, en 1918 fær hann tilkynningu frá landeiganda um að
hann fái ekki ábúð lengur en til ársins 1920. Hákon reynir þá að fá jörð-
ina keypta, en þess var enginn kostur.
Leitaði Hákon víða fyrir sér um kaup eða leigu á jörðum, en þær til-
raunir urðu allar árangurslausar.
Svo gerðist það fyrripart vetrar árið 1919, að hann fréttir að lítil jörð
sé til sölu suður í Hornafirði. Þessa jörð átti Þórhallur Daníelsson kaup-
maður á Höfn í Hornafirði. Hafði Þórhallur keypt jörðina fyrir tveim
árum, en nýtti hana lítið. Þetta var jörðin Borgir í Nesjum í Hornafirði.
Hákon fer fótgangandi til Hornafjarðar, skoðar jörðina og fer svo til
Þórhalls og falar hana til kaups. Aður var Hákon búinn að meta eignina
og taldi hámark að gefa 10000 kr. fyrir hana. En Þórhallur gaf ekki kost
á Borgum fyrir minna en 14000 kr. Hákon var í miklum vanda, því ekki
var í annað hús að venda. Reynir hann nú að fá lækkað verðið, en það
var torsótt. Fór svo um síðir að þeir sömdu um það, að Hákon keypti
jörðina á 13500 kr. og átti hún að borgast á tveim árum. Auk þess fékk
hann í kaupbæti húsgögn, sem þeir mátu á 500 kr. Hákon fer nú heim og
segir tíðindin. Þegar hann lýsti stærð jarðarinnar og húsakosti, þótti
flestum hann hafa gert heldur slæm kaup. En þeir sem þekktu dugnað
Hákonar voru óhræddir um afkomu hans.
Þar sem samgöngur voru litlar sem engar á milli Reyðarfjarðar og
Homafjarðar, tók Hákon það ráð að halda uppboð á nálega allri búslóð-
inni. Til að undirbúa uppboðið og skipta búslóðinni niður í númer fékk
hann bændur í nágrenninu sér til aðstoðar, m.a. Stefán föður minn, sem
var þá hreppstjóri og uppboðshaldari. Einnig fékk hann Bjarna Bjöms-
son á Hryggstekk, síðar bónda á Borg í Skriðdal. Þá Stefán og Bjama
taldi Hákon sína bestu vini. Búslóðinni var skipt í 250 númer.
Laugardaginn 17. apríl 1920 var uppboðið haldið. Faðir minn var upp-
boðshaldarinn og var byrjað að bjóða upp kl. 11.
Allmargir komu í uppboðið, og því var ekki lokið fyrr en klukkan tvö
um nóttina. Þá hætti Hákon að selja, enda margir farnir heim og ekkert
eftir nema nokkuð af gripunum, en þá seldi hann síðar á sæmilegu verði
án uppboðs. Skömmu eftir uppboðið var Hákoni og fjölskyldu hans