Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 131
MÚLAÞING
129
haldið kveðjuhóf á Mýrum. Komu þar saman flestir bændur sveitarinnar
og konur þeirra. Margar ræður voru fluttar og fjölskyldunni óskað góðs
gengis, þótt sumir væru áhyggjulullir um afkomu hans á þeirri kotungs-
jörð, sem hann væri að kaupa. En þessir menn höfðu aðra sögu að segja
eftir að hafa heimsótt Hákon nokkrum árum síðar.
Föstudaginn 7. maí lagði fjölskyldan af stað frá Arnhólsstöðum, eftir
10 ára erfiða lífsbaráttu, en þó hafði einatt verið skin á milli skúra. Lagt
var snemma af stað með fimm lánshesta undir farangur, konuna og
bömin, enda var Þórdalsheiðin snjóþung og ill yfirferðar. Tjáði Hákon
mér að hann hafi orðið eftir, þegar lestin lagði af stað, því hann hafi
þurft að ganga frá ýmsu á bænum. Hafi þá faðir minn komið með hest
og lánað sér hann niður á Reyðarfjörð.
A Reyðarfirði var stutt viðdvöl, því m/b Drífa frá Neskaupstað kom og
flutti fjölskylduna á Djúpavog. (A Drífu, sem þótti stór bátur þá, var ég
háseti af og til 10 árum síðar, og kom þá oft við á Hornafirði.) M/s Oð-
inn flutti svo ferðalangana til Hornafjarðar og þar stigu þau á land 12.
maí. Þórhallur Daníelsson tók á móti fjölskyldunni og flutti hana á vagni
heim að Borgum. Þar sem allir voru orðnir þreyttir eftir langt ferðalag
og sjóveiki, bjuggu menn um sig í flatsæng á gólfinu um nóttina.
I Borgum stjórnaði Hákon búi sínu í rúm 20 ár eða þar til hann fékk
slag árið 1941 og varð máttlaus hægra megin. Tóku þá börn hans við bú-
inu.
Hákon hafði haft hug á því að gefa út ævisögu sína, en úr því gat ekki
orðið eftir að hann missti heilsuna. Lá hann rúmfastur, máttlaus hægra
megin, eftir það. Samt hélt Hákon sálarkröftum sínum óskertum. Hann
æfði sig í að skrifa með vinstri hendinni og náði undraverðri leikni. Tók
hann saman upp úr dagbókum sínum bókina „Sögu smábýlis“, sem fjall-
ar um ævi hans á tímabilinu 1920-1940. Er bókin góður vitnisburður um
nákvæmni hans, reglusemi og dugnað. Þá hefur Hákon ritað margar
greinar í tímarit og blöð.
Hákon átti stórt bókasafn, u.þ.b. 760 bindi, allt vel bundnar bækur, og
auk þess 65 bindi af handritum. Þessum bókum var smekklega raðað í
hillur í skrifstofu hans. Hélt hann nákvæma skrá yfir bækur sínar.
Talsverður hluti þessara bóka voru dönsk búnaðarrit. Einnig átti hann
alfræðiorðabækur o.m.fl. Ég gæti trúað, að bókakostur Hákonar hafi ver-
ið einsdæmi hjá bónda að vera í þá daga hér á landi.
Heimagrafreit gerði Hákon með steyptum homstólpum og bogamynd-
uðu hliði, með litlu krossmarki yfir. Sagðist hann hafa fengið hugmynd-
ina frá Stefáni föður mínum á Mýrum.