Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 132
130
MULAÞING
Árið 1943 24. ágúst andaðist Ingiríður, kona Hákonar, tæplega 66 ára
gömul og var hún jarðsett í fyrmefndum grafreit.
Ingiríður var myndarleg kona, harðdugleg og mátti ekki síst þakka
henni þann myndarbrag sem var á búinu. Ingiríður mátti ekkert aumt sjá.
Sögðu Hornfirðingar að frá Borgum hafi fyrst borist hjálpin, þegar eitt-
hvað bjátaði á hjá nágrönnunum. Og gestrisnin í Borgum var alls staðar
rómuð.
Þess má geta hér, að þegar móðir mín lést, komu þau hjónin, Hákon
og Ingiríður, og gáfu hveiju barni föður míns, sem voru 10 að tölu, sínar
10 krónumar hverju, en þá mátti fá vænan dilk fyrir 10 krónur.
Hákon hafði mörg trúnaðarstörf með höndum. Hann sat t.d. í stjóm
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í mörg ár, var formaður sóknamefndar
lengi og í stjórn Búnaðarfélags Nesjahrepps.
Hákon hlaut heiðurslaun úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX árið
1938 og riddarakross Fálkaorðunnar 1942.
Ragnar Ásgeirsson fyrrverandi garðyrkjuráðunautur ritaði formála að
bókinni „Saga smábýlis“, sem Hákon samdi og Búnaðarfélag Islands gaf
út:
Þar segir hann meðal annars:
„Mér hefur virst svo, sem Borgir í Nesjum séu nú með bestu og við-
kunnanlegustu býlum þessa lands, vegna þess mikla ræktunar- og bygg-
ingarstarfs, sem Hákon bóndi og fjölskylda hans hafa þar unnið. Allt
hefur það verið unnið af alúð, hugkvæmni og þekkingu. Enda þótt sveit-
ungum hans þyki máske djúpt í árinni tekið, er það álit mitt, að Hákon
Finnsson sé einhver hinn gagnmerkasti maður í bændastétt, sem þjóð
vor hefur eignast, og ræktunarhugsjón sinni hefur hann verið trúr frá
vöggunni og fram á bakka grafarinnar. Ævistarf hans hefur verið með
fádæmum, enda þótt heilsa hans hafi verið tæp í hálfa öld. En starfsþrek
sitt hefur hann skipulagt út í ystu æsar. Efni sín fór hann sparlega með
og mun aldrei hafa varið eyri óþarflega. En krónumar horfði hann ekki í
ef rétta þurfti einhverju góðu og göfugu hjálparhönd.“
Hákon andaðist 9. janúar 1946.
í Tímanum 12. mars 1946 birtist minningargrein um Hákon í Borgum
eftir Þorleif Jónsson í Hólum í Homafirði. Telur hann Hákon vera einn
merkasta og þekktasta bónda þessa lands.