Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 136
134
MÚLAÞING
hann verið afar vel látinn af sóknarbörnum sínum. Nokkru eftir útförina
barst Pétri Péturssyni biskupi og einnig landshöfðingjanum bænaskrá
með 349 nöfnum þar sem farið var fram á að Jónasi, syni séra Hall-
gríms, yrði veitt kallið. Jónas hafði verið aðstoðarprestur föður síns síð-
asta árið og var hvers manns hugljúfi. Niðurstaðan varð sú að Jónasi var
falið að þjóna kallinu um eins árs skeið en síðan yrði embættið auglýst.
Það skal tekið fram að ekki var farið að kjósa presta þegar hér var komið
sögu, sbr. þar sem sagt var hér á undan um fyrstu prestkosningu.
Margir sóttu um Hólmaprestakall, meðal þeirra Jónas Hallgrímsson.
Hins vegar hlaut Daníel Halldórsson, prófastur að Hrafnagili í Eyjafirði,
embættið. Því vildu sóknarmenn ekki una og talið er að Jón Ólafsson,
skáld og ritstjóri blaðsins Skuldar á Eskifirði, hafi fyrstur manna stungið
upp á því að Hólmasöfnuður segði sig úr þjóðkirkjunni. Árið 1881 var
fríkirkjusöfnuðurinn í Reyðarfirði stofnaður. Þeir sem öðrum fremur
höfðu forgöngu um stofnun safnaðarins og kjörnir voru í nefnd til að
setja honum reglur voru: Björn Sigurðsson á Eskifirði, Eyjólfur Þor-
steinsson á Stuðlum, Hans J. Beck á Sómastöðum, Jónas Símonarson á
Svínaskála og Páll Jónsson í Litlu-Breiðuvík. Nefndin fékk síðan 4
menn sér til fulltingis.
Um þessar mundir var presturinn á Valþjófsstað, Lárus Halldórsson,
kærður fyrir að fara eigin leiðir í kirkjusiðum. Séra Lárus fékk síðan
„lausn“ frá embætti en var ráðinn fyrsti prestur fríkirkjusafnaðarins í
Reyðarfirði. Þótt undarlegt kunni að virðast fékkst Jónas Hallgrímsson
ekki til þess að verða leiðtogi hins nýja safnaðar og sagt er að hann hafi
lofað móður sinni því á banadægri hennar að starfa ekki utan þjóðkirkj-
unnar.
Fríkirkja var reist á Lambeyri á Eskifirði árið 1884 og ári síðar sam-
þykkti Alþingi lög um það að utanþjóðkirkjumönnum væri veittur sami
réttur og öðrum söfnuðum.
Fríkirkjusöfnuðurinn átti sér alllanga lífdaga, eða fram um 1930, en
snemma fór þó að bera á veikleika í starfi hans og séra Lárus fluttist til
Reykjavíkur rétt fyrir aldamótin og varð fyrsti fríkirkjuprestur í Reykja-
vík.
Fríkirkjusöfnuður var stofnaður á Völlum á Héraði upp úr 1890 er á-
kveðið var að sameina Þingmúla- og Vallanesprestaköll og Þingmúla-
prestur, Magnús Blöndal Jónsson, átti að fá Vallanes án undangenginna
kosninga. Þetta vakti óánægju nokkurra Vallamanna, sögðu þeir sig úr
þjóðkirkjunni og reistu sér kirkju á Ketilsstöðum á Völlum.