Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 138
136
MULAÞING
Glettingsnesi. Já, það er nánast óskiljanlegt að þama skuli nokkumtíma
hafa verið bær').
- Já, ég man að í Arbók Ferðafélags Islands árið 1957, er fjallar um
Austfirði norðan Gerpis, er þess getið, að Benoní Guðlaugsson hafi ver-
ið síðasti ábúandi í Hvalvík.
- Já, sá síðasti sem reisti þar bæ, en fyrr á öldum var búið þar, líklega
slitrótt.
- Hann hefur trúlega verið sérstæður hagleiksmaður, því að í sömu
bók er þess getið, að hann hafi fundið upp róðrarvél o.fl.
- Jú, ég minnist nokkuð sagna föður míns af þessum afa mínum. Hann
mun hafa verið mjög sér í sér, hagleiksmaður og hinn mesti gruflari. Satt
mun það vera, að hann hafi fundið upp róðrarvél. Ekki veit ég um gerð
hennar. Karl setti hana á annað borðið á bátnum en réri sjálfur á móti á
hitt borðið. Hann mun þó ekki hafa róið lengi á móti vélinni, því hún
mun hafa róið helst til kaskan á móti karli og þreytt hann um of við róð-
urinn.
Einnig mun hann hafa fundið upp útbúnað til að drífa kornmyllu með
vatnsafli og hygg ég að hans útbúnaður hafi breiðst út um Borgarfjörð
og jafnvel víðar.
- Er nú ekki líka mjög harðbýlt á Glettingsnesi?
- Jú, vissulega. Þar er ekki hægt að hafa nema 30 kindur og eina kú.
Þá voru vitavarðarlaunin ekki til búbætis. Heimilið varð fyrst og fremst
að lifa á því, sem sótt var í greipar Ægis.
- Svo að faðir þinn hefur verið sjósóknari eins og afi.
- Já faðir minn stundaði alltaf mikið sjóinn og hans stoð og stytta við
sjósóknina var Brandþrúður systir hans. Hún var hinn mesti sjósóknari
og stundaði sjó fram á gamalsaldur.
U Þetta er hæpið hjá sögumanni. í Hvalvík eru drjúgar slægjur, þurrlendi fyrir tún og ekki snjóþungt að
jafnaði. En aðstaða við sjó er engin nema í ládeyðu og ekki hægt að geyma bát. Því varð Benoní að róa
frá Glettingsnesi, og það var geysiörðugt, um 300 m há og þverbrött brekka frá nesinu og upp á víkina.
Glettinganesbændur urðu að heyja uppi á Hvalvík, ef þeir höfðu umtalsverðan búskap, og þar heyjaði
Magnús faðir Páls. - Á.H.
Það sýnir m.a. vísa Brandþrúðar:
Heim að kafa hertir þig
heys með byrði þétta
Hvalvík af, en heyrðu mig:
Hvað segirðu frétta?
Gagnkunnugur maður, Filippus Sigurðsson frá Brúnavík, segir að fjöldi heytótta í víkinni vitni um
heyskap þar, og á 17. öld er víkin sögð Brynjólfi Sveinssyni biskupi „kostakot“. Hér er farið skakkt
með í blaðinu. Það voru Ameríkumenn sem hófu hvalveiðar frá Vestdalseyrinni árið 1863, Thomas
Roys, og notaði eldflaugarbyssu eða -skutul, drap mjög og missti marga (Trausti Einarsson: Hvalveiðar
við ísland 1600-1939, bls. 43). Þetta kemur einnig heim við dagbækur Sigmudnar M. Longs. - Á.H.