Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 140
138
MÚLAÞING
- Jú víst man ég vel eftir henni. Ég var orðinn 21 árs, þegar hún lést.
Hún var myndarleg kona. Meira en í meðallagi stór. Góðlynd var hún og
viðkvæm. Við bömin áttum góðan vin, þar sem hún var. Hún giftist
aldrei. Hún mun hafa haft krafta á við hvem meðalsterkan karlmann.
Ég man það eitt sinn, að hún fór með mér niður í lendingu til þess að
bjarga báti undan brimi og tók hún þá hraustlega á þótt gömul væri.
Brandþrúður var greind kona og prýðilega skáldmælt, en því flíkaði hún
lítt og má segja að hún hafi farið mjög dult með sinn skáldskap. Hún
mun eitt sinn hafa haft hug á því að kveðast á við Sigurð Breiðfjörð, en
aldrei varð þó neitt af því. Eina vísu kann ég eftir Brandþrúði, en hana
skar faðir minn út í brauðhlemma, er hann smíðaði. Hún er svona.
Hljóti sú, er hlemminn á,
heillir alls kyns gæða.
Brauðið hennar barna smá
blessi drottinn hæða.
Annars held ég að mest af hennar skáldskap hafi farið með henni í
gröfina.
- Þú sagðir að faðir þinn hefði skorið vísuna út í brauðhlemma. Hann
hefur þá verið hagur vel.
- Ó já, hann var bæði hagur á tré og jám. Það má vel vera, að ein-
hverjir í Borgarfirði eigi enn þá muni, er hann hefur gert og skorið út.
Annars var hann aðallega við bátasmíðar. Bæði smíðaði hann skip að
nýju og gerði við önnur.
- Hvenær flytjast foreldrar þínir frá Glettingsnesi?
- Faðir minn flyst þaðan þegar ég var 6 ára gamall og ég man lítið eft-
ir veru minni þar. Hann fluttist þá til Kjólsvíkur, sem er næsta vík sunn-
an við Glettingsnesið. Eitthvað mun mér hafa litist illa á mig þar í fyrstu,
því að við vorum ekki fyrr búin að lenda, en ég sagðist vera farinn heim
og var kominn í klyftir í sjó út, er ég náðist.
- Þér hefur ef til vill staðið stuggur af hrikaleik hennar. Sagt er að hún
sé gróðurlítil og bæjarstæðið þar eitt hið hrikalegasta sem gefur að líta
rétt undir Kjólnum (þýddi skip í fornu máli) hinum sérkennilega kletti,
sem hlífir bænum fyrir skriðuföllum, snjóflóðum og öðrum náttúruham-
förum.
- Jú rétt mun það vera. Þar er og klöpp sem nefnd er Gullklöpp því að
í sólskini glóir hún sem gull.
Ég man eftir því, að eitt sinn kom til Kjólsvíkur kaupmaður nokkur frá