Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 141
MÚLAÞING
139
Seyðisfirði, sem mun hafa heitið Grúði og með honum var Stefán Stef-
ánsson, sem síðar varð kaupmaður hér og allir Norðfirðingar kannast
við. Erindið var að ná sér í mola úr Gullklöppinni, e.t.v. gullmola? Og
man ég einkum vel eftir Stefáni í þessari ferð. Þessum snara og fjöruga
manni. Þeir þáðu góðgjörðir heima, áður en þeir fóru út í Gullklöpp, en
þegar þeir voru á leiðinni þangað úteftir uppgötvuðu þeir, að hamrinum,
sem þeir ætluðu að mylja út úr klöppinni með, höfðu þeir gleymt heima
á Kjólsvíkurhlaði. Stefán snaraðist þá af baki og kom í sprettinum eftir
hamrinum. Mun hafa verið fljótari en færleikur hans.
- Nú er Kjólsvíkin í eyði sem og allar hinar víkurnar nema Húsavík.
- Jú, jú, nú er þetta allt komið í eyði nema Húsavík. Þar hafa synir
Þorsteins bróður míns lengst af búið stórbúi.
- Bjuggu foreldrar þínir lengi í Kjólsvík?
- Þau voru þar til dauðadags. Faðir minn lést þar aldamótaárið, en
móðir mín árið 1907. Guðmundur bróðir minn bjó svo á jörðinni, en
hann bjó í Kjólsvík þar til árið 1918.
- En hvenær ferð þú frá Kjólsvík?
- Ég fór þaðan árið 1908, þá 18 ára gamall. Þá fór ég að Höfn í Borg-
arfirði til Magnúsar Þorsteinssonar, sem þá var bóndi þar, hinn mesti
öðlingsmaður. Hjá honum var ég að mestu til 1915, nema hvað ég var
eitt ár á víkurbúunum hjá bræðrum mínum, en Þorsteinn var þá orðinn
bóndi í Litluvík.
- Þá hefur þú auðvitað verið farinn að líta í kringum þig eftir konu-
efni.
- Jú, jú. Síðustu árin í Höfn átti ég heitmey, Jóhönnu Jónsdóttur. Hún
var dóttir Jóns Matthíassonar, er lést hér í Hrauni í hárri elli árið 1936.
Hann kom strax til okkar er við hófum búskap árið 1915. Það ár flytjum
við frá Höfn að Bakkagerði. Byggðum okkur þar lítið hús. Þá var erfitt
að lifa á Bakkagerði. Atvinna var lítil og kaupið lágt.
Sambúð okkar Jóhönnu var stutt. Hún dó 15. sept. 1917. Þá áttum við
eina dóttur, Pálínu.
- Það hafa verið miklir reynslutímar fyrir þig.
- Jú, vissulega. Ég leysti þá litlu síðar upp heimilið. Dóttur okkar kom
ég fyrir hjá Friðbjörgu systur Jóhönnu sálugu og Guðmundi bróður mín-
um. Sjálfur fór ég til séra Ingvars Sigurðssonar að Desjarmýri og Ing-
unnar konu hans. Það eru miklar ágætismanneskjur. Þar greri yfir sárasta
missinn.
- Hvenær kemur þú hingað til Norðfjarðar?
- Það var árið 1920. Kom hingað með Olafi Gíslasyni, sem var for-