Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 143
MÚLAÞING
141
- Hvar heyjaðir þú aðallega?
- Það var svokallað Gíslatún sem var á svæðinu frá læknum utan við
Brennu og upp undir það, sem Þiljuvallagatan er nú. Nú er orðið harla
lítið um slægju á því svæði.
- Hér hefur verið orðið allmyndarlegt sjávarþorp þegar þú komst hér
1920. Meðal annars margir vélbátar.
- Já, blessaður vertu. Hér var þá mikill uppgangur. Komnir margir
vélbátar af stærðinni 5-10 tonn.
Ég man alltaf þá stund, þegar við sáum fyrsta vélbátinn á Kjólsvíkinni.
Það var árið 1904. Við heyrðum einhverja skollans dynki koma frá bátn-
um og upp frá honum komu reykjarstrókar. I fyrstu áttuðum við okkur
ekki á þessu. Seinna vissum við, að þama sáum við í raun og veru nýja
tímann.
- Varstu lengi hjá Sameinuðu verslununum?
- Já, á meðan þær voru og hétu. Þær urðu gjaldþrota árið 1926.
- Þá varstu giftur aftur, var það ekki?
- Jú, árið 1922 gekk ég að eiga Sigríði Amadóttur frá Grænanesi.
Fyrstu árin bjuggum við að Sómastöðum, þar sem nú eru bæjarskrifstof-
urnar og bæjarþingsalurinn. Samtímis okkur bjuggu þá þar tvær aðrar
fjölskyldur. A neðri hæð hússins var geymdur saltfiskur, eins og algengt
var um mörg íbúðarhús hér í þá daga.
- Var ekki fremur ónæðisamt að búa þarna svona inni í miðju athafna-
svæðinu?
- Ó, jú, það gat oft verið allónæðisamt. Þá var hér allmikill drykkju-
skapur. Mikið bruggað af áfengu öli, og mikil viðskipti við útlendinga.
Það var ekki alltaf svefnsamt á Sómastöðum.
Þar sem við sitjum og röbbum saman í hlýrri og vistlegri stofunni í
Hrauni, virði ég fyrir mér stóra mynd af húsbóndanum, þar sem hann
stendur milli tveggja gæðinga og heldur í taumana. Ég minnist þess, að
Páll hefur oft átt góða og fallega hesta og spyr hann hvort hann hafi ver-
ið eigandi þessara tveggja.
- Nei, þessa hesta átti Ólafur heitinn Gíslason, ég hirti þá fyrir hann.
Seinna eignaðist ég þó annan þeirra. Og Páll bætir því við, að hann hafi
alltaf haft mikið yndi af hestum og hesturinn sé vitur og skemmtileg
skepna.
- Já, þú hefur mikið umgengist dýrin, þar sem þú munt einkum hafa
haldið þig að landbúskapnum.
- Já, víst er svo. Árið 1928 réðist ég til Páls Þormars í Þórsmörk.
Hann hafði þá allstórt bú, m.a. 9 kýr. Það var mikið verk að heyja fyrir