Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 147
MÚLAÞING
145
bónda minn, að hann frestaði „aftökunni“ til morguns og skyldi ég vaka
yfir kussu í nótt og þá að minnsta kosti láta vita nógu snemma til þess að
hægt yrði að draga í barkann á henni.
Fjósamaðurinn hélt að það kæmi varla að miklu gagni, þótt strák-
bjálfinn yrði látinn vaka. Beljunni myndi varla batna af selskapnum ein-
um saman. Húsbóndi minn lét þó tilleiðast og leyfði að ég vekti yfir
kussu. Þegar svo allir voru sofnaðir tók ég til við „lækningarnar“. Ég
náði mér í ábreiðu, rennbleytti hana og breiddi yfir skepnuna, síðan dúð-
aði ég hana í öllum þeim gæruskinnum og ábreiðum, sem ég gat fundið.
Þetta endurtók ég nokkrum sinnum um nóttina. Ég sá að kussa hresstist
smám saman og undir morgun greip hún í tuggu, sem ég færði henni. Ég
gekk svo frá öllum „hjúkrunarvörunum“ og lét ekkert á því bera, hvaða
lækningakúnstum ég hafði beitt. Ég skriftaði þó fyrir húsbónda mínum,
er hann vildi fá að vita hvemig ég hefði farið að því að lækna kussu, því
sú varð raunin á að henni bráðbatnaði og komst hún í 18 merkur um vet-
urinn.
Síðan hef ég oft beitt lfkri meðferð við kýr, sem ég hef talið vera
haldnar sama krankleika.
- Dýralækningar þínar hafa kostað þig mikinn tíma og erfiði.
- Já, þetta gat oft á tíðum orðið býsna erfitt. Um eitt skeið voru hér í
bænum yfir 100 kýr og svo suðurbæirnir og sveitin með mikinn fjölda
gripa. Já, maður fékk marga vökunóttina í þessu stússi og þá lítill tími til
þess að hvíla sig á daginn.
- Var þetta sæmilega launað?
- Nei, fyrir þetta fékk ég lítil sem engin laun, en ég tapaði oft mikilli
vinnu vegna þess. Seinna fór bæjarsjóður að greiða mér nokkurn styrk.
- Jæja, Páll. Nú ert þú í raun og veru eini bóndinn, sem eftir er í Nes-
kaupstað. Ég kalla það ekki bændur sem stunda búskap í hjáverkum eða
jafnvel upp á sport.
- Já, það má kannski segja að svo sé, er miðað er við það, að ég
stunda landbúskap eingöngu. En nú er maður orðinn það gamall að mað-
ur verður að fara að fækka við sig. Annars er nú orðið ólíkt léttara að
fást við búskap en var. Vélarnar hafa leyst mannshöndina af hólmi og
vinna allt það erfiðasta.
- Já, Páll. Þótt 70 ár séu ekki langur tími, þá hafa þín 70 ár verið tími
mikilla breytinga.
- Já, það má nú segja. Mér finnst, að ég hafi lifað þrjár ævir. Fyrst er
það bemskan og æskan í torfbæjunum á Glettingsnesi og Kjólsvík, þar
sem grútartýran lýsti upp bæinn og barist var þrotlausri baráttu til þess