Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 149
SIGURÐUR GUTTORMSSSON:
Frostaveturinn mikli 1918
Veturinn 1918 er fyrir margra hluta sakir minnisstæður, þó ekki væri
nema fyrir spönsku veikina, sem þá geisaði sunnanlands og vestan og
lítillega á Norðurlandi. Austfirðingar voru þeir einu sem algjörlega var
hlíft við þessum vágesti, hins vegar sniðgengu hvorki frost né hafísar
þennan landsfjórðung frekar en aðra. Hjá okkur á Seyðisfirði komst
frostið þennan vetur upp í 29 gráður. (A Grímsstöðum á Fjöllum náði
það 36 gráðum).
Til marks um frosthörkurnar vil ég tilfæra hér lítið dæmi.
Móðir mín, sem var ekkja, keypti annan hvern dag mjólk á þriggja
pela flösku uppi í Firði, sem er bújörð fast norðan við kaupstaðinn. Eg
sem orðinn var tólf ára, hafði það verk með höndum að sækja mjólkina.
Svo er það eitt sinn - einmitt þann dag sem frostið komst hæst - að ég
þarf að gegna þessu skyldustarfi. Flaskan með mjólkinni hafði verið sett
fram í glugga í skúrnum þar sem gengið var inn í húsið. Tappinn var far-
inn úr flöskunni en ég hirti ekkert um það heldur flýtti mér af stað heim-
leiðis.
Mikill stormur var á og kóf svo að ég varð af og til að skjótast í skjól
við húsin, enda illstætt á götunum vegna hálku.
Þegar ég á eftir svo sem fimm mínútna gang til þess að ná heim kemur
snörp vindhviða svo að ekkert sést fyrir skafrenningi. Þó tókst mér enn
að komast í skjól. Þarna hími ég svo langa stund eða þar til loks að ég tel
mér óhætt að leggja út á götuna. En rétt þegar ég er kominn út á veginn
kemur snögg vindhviða og skellir mér kylliflötum á svellið, en í sama
bili berst brothljóð að eyrum mér, sem gefur til kynna, mér til mikillar
skelfingar, að flaskan, sem ég hafði misst í fallinu, hafi brotnað. Þegar
svo sviptibylnum loks slotar kem ég mér á fætur, heldur en ekki rislágur,
sé ég þá ekki betur en að flaskan velti þar eftir götunni. Er ég nú gæti
betur að kemur í ljós, að ekki er það flaskan heldur innihaldið sem hér er
á ferð. Tek ég því gaddfreðna mjólkina, heldur en ekki hróðugur, og
labba með hana heim án frekari skakkafalla.
Á vetrum var aldrei róið til fiskjar í þá tíð, og allra síst var það gjörlegt