Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 151
MÚLAÞING
149
fjöldinn var ýmist sárfátækur eða hafði rétt til hnífs og skeiðar, en ein-
staka menn, þá helst kaupmenn, erlendir að uppruna eða stéttarbræður
þeirra íslenskir, er sumir hverjir höfðu snúið föðumafni sínu upp á
dönsku, bárust mikið á. Óku þessir höfðingjar á vetrum í heimsókn hver
til annars í svonefndum könum, sem voru fagurlega gerðir sleðar með
hestum fyrir. Sátu svo hinir hávelbomu í þessu með frúr sínar undir
þykkum ábreiðum, en fremst sat ökumaðurinn og barði áfram drógarnar.
Mátti úr fjarska heyra hvar höfðingjar fóru því jafnan klingdi hátt í eins
konar bjöllum, sem festar voru við aktygi hestanna.
Sem frekari dæmi um þessa stéttaskiptingu má nefna, að eitt sinn hélt
skemmtifélagið Bjólfur „fínt ball“, en í því félagi var einkum skrifstofu-
fólk, búðarþjónar og það annað ungt fólk, sem taldi sig af betra taginu.
Var skemmtunin rækilega auglýst á síma- og rafmagnsstaurum, svo sem
þá var títt. En neðst á auglýsingunni stóð þessi klausa: „Vinnukonum
bannaður aðgangur".
Til viðbótar því, sem hér hefur hefur verið sagt má enn nefna eitt
dæmi. Við höfðum nokkrum árum áður flust ofan af Héraði til Seyðis-
fjarðar. Hafði systir mín, Sigurveig Guttormsdóttir, sest þar í barnaskól-
ann að haustinu til og lokið fullnaðarprófi þaðan vorið eftir og orðið
hæst yfir skólann, en á undanförnum árum hafði ætíð orðið hæst dóttir
eins af helstu kaupmönnum staðarins.
Þegar nú þessi válegu tíðindi spurðust út, að venjuleg alþýðustúlka
hefði að þessu sinni orðið efst varð mikill úlfaþytur, fundahöld og
klögumál, sem enduðu með því að lýst var yfir af skólayfirvöldunum, að
hér hefði orðið „skekkja í útreikningi einkunnanna“ og var leiðrétt á
þann hátt að ekki þyrfti að falla blettur á kaupmannsfjölskylduna.
Hinn fyrsta desember 1918, þegar landið öðlaðist fullveldi, var að
sjálfsögðu mikið um dýrðir á Seyðisfirði eins og annars staðar, fullveld-
inu fagnað með dansi, söng og ræðuhöldum. Um ræðuhöldin segir svo í
gamanvísum, er fluttar voru seinna um veturinn:
Desember fyrsti hér dýrðlegur var,
drjúgum menn græddu á ræðunum þar.
Sigurður mótið þar setti af list,
þó sáu menn prógrammið lifandi fyrst,
er Kalli á fullveldisfæðingardag
oss fræddi um samvinnuhag.
Sigurður sá, er hér er á minnst, mun vera Sigurður Baldvinsson, síðar
póstmeistari í Reykjavík, en „Kalli“ hins vegar Karl Finnbogason skóla-
stjóri, bróðir Guðmundar prófessors Finnbogasonar.