Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 155
MÚLAÞING
153
ást; „ísland er besta land undir sólinni,“ segir íslenskt orðtak. Og þótt
við dekurbömin getum ekki fullkomlega samþykkt þessa fullyrðingu
verðum við að játa, að hinir söguríku átthagar íslendinga eru ríkir af
voldugri, hrífandi náttúrufegurð og skilja eftir sig áhrif sem aldrei
gleymast.
Bærinn, sem listamaðurinn hefur teiknað hér, er við Seyðisfjörð sem
hann heimsótti í sumar á ferð með freigátunni „Sjælland“.
Vegurinn frá kaupstaðnum til vestur- og suðurlandsins liggur fast með
húsgöflunum og hófadynurinn lokkar íbúana út á hlað nokkrum sinnum
á dag til þess að leiða vegfarendur augum. Rétt neðan við heimatúnið,
girta ræktaða grasbreiðu eða engjaland, þýtur vatnsmikil á, freyðandi og
ólgandi út í fjörðinn. Beggja vegna í norðri og suðri er dalsdragið girt
háum fjöllum með bröttum hlíðum og skörðóttum, gróðurlausum,
snækrýndum tindum. Niður fjallshlíðarnar fossa margir lækir sem blika
og glitra í sólskininu eins og voldugar silfursnúrur. í austur er útsýni yfir
kaupstaðinn og fjörðinn með skipum og fjölda fiskibáta. Yfir öllu lands-
laginu eru dásamleg skipti milli ljóss og djúpra skugga.
Þótt híbýli Islendingsins séu fátækleg er honum a.m.k. huggun í því að
geta sannarlega verið stoltur af umhverfi sínu. Það mun ætíð vekja aðdá-
un.
Staður á framfarabraut
Seyðisfjörður er sá hinna fjölmörgu fjarða á austurströnd íslands sem
auðveldast er að sigla til, þar eð engin sker eru fyrir fjarðarmynninu.
Þessi fjörður varð því fyrir valinu þegar skosku bræðurnir Rays reistu
þar hvalstöð fyrir um það bil tuttugu árum.Ö
Veiðin fór þannig fram að hvalurinn var skotinn þegar hann leitaði yf-
irborðsins, aðferð sem hinn þekkti hvalveiðimaður Svend Fayn hafði
beitt með góðum árangri. Frá þeim tíma eru hinar yfirgefnu byggingar á
Vestdalseyri, tanga eða eyri miðfjarðar, norðan fjarðarins, þar sem
sýslumaðurinn býr og kaupmannsverslunin stendur.
A þeim tíma var innfjörðurinn að mestu óbyggður. Þar var aðeins eitt
hús, aðsetur hnignandi kaupmannsverslunar og nokkrir stakir moldar-
1' Hér er farið skakkt með í blaðinu. Það voru Amerfkumenn sem hófu hvalveiðar frá
Vestdalseyrinni árið 1863, Thomas Roys, og notaði eldflaugarbyssu eða -skutul, drap mjög
og missti marga. (Trausti Einarsson: Hvalveiðar við fsland 1600-1939 bls. 43). Þetta kem-
ur einnig heim við dagbækur Sigmundar M. Longs.