Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 157
VILHJÁLMUR ÁRNASON:
Austfirðingur á vertíð í Ytri-Njarðvík
Fyrrihluta nóvembermánaðar árið 1936 tók ég mér far með strand-
ferðaskipinu Esju frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. För minni var fyrst
heitið til Reykjavíkur. Þar hugðist ég dvelja tvær vikur eða svo hjá hjón-
unum Olafi Helgasyni lækni og konu hans Kristínu Þorvarðardóttur,
móðursystur minni. Síðast í nóvembermánuði skyldi svo haldið austur
að Gunnarsholti á Rangárvöllum til dvalar fram undir jól hjá Hjálmari
Vilhjálmssyni sýslumanni þar og konu hans Sigrúnu Helgadóttur, en
Hjálmar er föðurbróðir minn. Rétt fyrir jól var för minni heitið aftur til
Reykjavíkur, en á Þorláksmessu ætlaði ég suður í Ytri-Njarðvík og
verða vertíðarmaður hjá Agli Jónassyni, sem gerði út vélbátinn Braga
þaðan úr Ytri-Njarðvík. Þessi áætlun mín .stóðst í öllum aðalatriðum, og
að vertíð lokinni fór ég aftur austur á Seyðisfjörð og gerðist þar formað-
ur á vélbátnum Magnúsi NS 210, en sá bátur var í eigu föður míns. Þetta
var í maímánuði 1937.
Eg minnist þess að ferð mín, er áður gat með strandferðaskipinu Esju
frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, var ævintýri líkust. Þótt ég væri alvanur
sjómaður, þá var það mjög nýstárlegt fyrir mig að ferðast með svo stóru
skipi og það til sjálfs höfuðstaðar okkar, Reykjavíkur.
Á leiðinni frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur fengum við ruddaveð-
ur, suðvestan storm og haugasjó. Veðrið í Reykjavík var líka leiðinlegt
eins og oft er í útsynningi. Nokkuð var liðið á nóttu er við komum til
höfuðstaðarins. Komutími okkar og leiðindaveður hamlaði því ekki, að
varla var búið að koma landfestum fyrir, er fjöldi leigubifreiðastjóra
gengu um borð í skipið og kepptust um að ná í farþega til þess að flytja í
bflum sínum inn í bæinn. Þeir virtust ekki hafa fastan taxta eins og nú er,
heldur buðu fram þessa þjónustu og sömdu um greiðslu fyrirfram. Ég
held að ég muni það rétt, að ég hafi greitt tvær krónur fyrir bflinn frá
skipi og upp í Ingólfsstræti 6 þar sem ég dvaldi í Reykjavík tilætlaðan
tíma. Þessi barátta bifreiðastjóranna um verkefni var eitt af einkennum
kreppunnar, einn angi þess atvinnuleysis sem þjáði og auðmýkti svo
margan manninn á þessum árum.
Ég fékk ágætt herbergi hjá frænku minni í Ingólfsstræti 6, og þegar ég
vaknaði þar fyrsta morguninn komu tvær móðursystur mínar, Kristín og