Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 159
MÚLAÞING
157
ný föt, en ég minnist þess að á þessum árum eignaðist ég engar flíkur
utan vinnufata, nema einar buxur dökkar með ljósum langröndum er ég
fór á Eiðaskóla (City dress buxur).
Ég leitaði að sparifötum á nokkrum stöðum og komst að þeirri niður-
stöðu að reyna að fá föt saumuð hjá Arna og Bjama, en saumastofa
þeirra var ein sú þekktasta í Reykjavík í þá daga.
En nú þurfti að skoða fjárhagsstöðu mína alvarlega. Föt þau er ég
hugðist kaupa kostuðu eitthundrað og fimmtíu og fimm krónur. Auðséð
var að dæmið gekk ekki upp. Aleigan eitt hundrað og sjötíu krónur. Ef
hundrað fimmtíu og fimm krónur áttu að fara til fatanna þá átti ég aðeins
fimmtán krónur eftir til að standa straum af annarri eyðslu þennan tíma í
Reykjavík, þ.á.m. far með langferðabifreið á leið austur að Gunnars-
holti. Það skal fram tekið að ég hafði ókeypis húsnæði og fæði í Ingólfs-
stræti 6 þennan tíma.
Ég varð því að ganga á fund Arna klæðskera og segja honum að ég
yrði að hætta við fatakaupin þar eð mig skorti fé. Hann sagði að úr því
svo væri þá skyldi hann gefa mér tuttugu krpnur í afslátt og fötin fékk ég
á hundrað þrjátíu og fimm krónur. Ekki er ég viss um hvað réði þessari
ákvörðun hans, en mig grunar að hann hafi á yngri árum kynnst föður
mínum og kannske hefir það riðið baggamuninn.
Þessi höfðingsskapur Arna klæðskera var mér mikils virði, því það var
ekkert smámál að eignast ný falleg föt. Fjárhagur minn var þó mjög
þröngur. Ég stóðst ekki mátið og fór nokkrum sinnum í kvikmyndahús á
þessum dögum í Reykjavík. Einnig man ég til þess að ég keypti mér
mjólk og vínarbrauð úr söluvagni í Austurstræti. Ég var sólginn í þennan
„lúxus“ og það minnkaði í buddunni.
Það kom að því að ég skyldi halda austur að Gunnarsholti á Rangár-
völlum. En þá voru fjárráðin næstum engin eða nákvæmlega tvær krón-
ur. Farið austur kostaði sex krónur og vissara þótti að eiga a.m.k. fyrir
kaffi og með því á leiðinni. Ég held að ferðin hafi tekið fimm eða sex
klukkustundir og stans var gerður á Selfossi og einhver hressing fengin.
Nú voru góð ráð dýr. Frænka mín úr föðurætt hafði fasta vinnu í
Reykjavík. Hún var ógift og ég taldi víst að hún ætti einhverja peninga.
Ég fór á hennar fund og bað hana um aðstoð. Hún tók máli mínu fremur
dræmt, enda vafalaust ekki átt mikið í reiðufé. Ég sótti mál mitt fast eins
og sá gerir þegar mikið liggur við. Eftir langt þref og vangaveltur, þá
féllst hún á að lána mér tíu króna seðil, sem hún hafði, en túkallinn sem
ég átti skyldi hún fá. Þannig komst ég yfir átta krónur og aðalvandinn
var leystur, en þó olli það mér nokkrum áhyggjum, er ég þurfti að eyða