Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 162
160
MÚLAÞING
og aftan. Ég hefði alveg eins getað lent útbyrðis. Þá fékk ég snarpa á-
drepu hjá Agli formanni.
Nokkrum sinnum fór ég á skemmtanir í Keflavík, einkum dansleiki
þar sem mikið var dansað eftir lagi með textanum: Sestu hérna hjá mér
ástin mín o.s.frv. Eitt sinn varð ég svo frægur þennan vetur að heyra og
sjá hinn landskunna M.A. kvartett. Ekki óraði mig þá fyrir því að
Menntaskólinn á Akureyri yrði síðar minn skóli. Ég minnist þess líka að
eitt sinn, er ég var á dansleik í Ungmennafélagshúsinu, þá var mér sagt
að spurt væri eftir mér við útidyr. Var þar kominn Þórhallur Vilhjálms-
son föðurbróðir minn frá Seyðisfirði og með honum nokkrir Seyðfirð-
ingar. Þeir höfðu komið á tveim eða þrem bátum frá Seyðisfirði þetta
kvöld. Urðu þama fagnaðarfundir. Þessir bátar rem frá Keflavík þennan
vetur í fyrsta sinn. Þórhallur fluttist síðan til Keflavíkur og átti þar heima
til æviloka og er grafinn í kirkjugarðinum í Keflavík.
Eins og ég áður lét að liggja, þá þótti mér störf á þessari vertíð í meira
lagi erfið. Egill sótti sjóinn fast og mikið var færst í fang. Egill var vitur
maður og frábær skipstjórnarmaður og hinn traustasti í hvívetna. Afli
var sæmilegur (ca. 2-300 tonn) eftir því sem gerðist á þessum ámm.
Ég varð lokadeginum 1E maí mjög feginn, en þá fór ég frá Njarðvík til
Reykjavíkur með fullar hendur fjár að því er mér fannst. Ég hafði sex
hundruð krónur í fast kaup fyrir vertíðina og hafði eytt um eitt hundrað og
fimmtíu krónum. Fjögur hundruð og fimmtíu krónur voru í vasanum. Ég
var þeim hjónum, Agli og Sigurbjörgu, mjög þakklátur fyrir að fá þarna ver-
tíðarpláss og búa í þeirra húsi við traust og gott atlæti miðað við aðstæður.
Stuttur stans í Reykjavík, einn eða tveir dagar, áður en ég sigldi á
fyrsta farrými á strandferðaskipinu Esju heim til mín austur á Seyðis-
fjörð til þess að gerast sjálfur formaður á vélbátnum Magnúsi NS 210.
Ég keypti mér frakka, hatt, skó og skyrtu að ógleymdu fínu skyrtu-
bindi og manchettuhnöppum. Þegar ég var kominn í þennan skrúða við
fötin frá Árna og Bjarna þá varð mér ljóst að það er þess virði að gefa
gaum að þeim áhrifum er nefnd er fatasálarfræði.
Það var því öruggur ungur maður með höfðingja tilfinningu hins ný-
ríka, sem gekk inn á Hótel ísland til að halda upp á vertíðarlokin. Þetta
mun hafa verið síðari hluta dags og mig minnir að einhver hljómlist væri
í matsal. Ég hélt sjálfum mér veislu.
Ekki er ég viss um að þeir sem í dag eru nítján ára gamlir myndu geta
rétt til um veislumatinn og drykkinn. Einkennisbúinn og hátíðlegur kom
þjónninn með matseðil og ég gerði mína pöntun: Mjólk, tvö soðin egg
og tvö rúnnstykki, takk.