Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 164
162
MULAÞING
arins eru kunnar utan þess að stjóminni voru ákveðin laun að upphæð
4,800 kr. á ári.
Tæpum mánuði eftir fundinn, hinn 18. ágúst 1899, var stofnað í
London hlutafélagið „The Deep Sea Fishing Company“ með kr. 600
þús. höfuðstól. Aform þessa félags var að kaupa upp hlutabréf Garðars-
félagsins. f stjórn Deep Sea Fishing Co. voru fulltrúar Garðarsfélagsins
og umboðsmenn í Englandi.
Þetta sumar kom C. B. Hermann framkvæmdastjóri með skip hlaðið
ýmsum efniviði til Seyðisfjarðar. Einnig komu með skipinu enskir og
hollenskir verkamenn og hófu þegar byggingu hafskipabryggju á Búðar-
eyri á lóð sem félagið hafði keypt af Hansen. Hús voru byggð fyrir
starfsmenn og lagður vegur að stað þar sem íshúsið átti að standa. Deep
Sea Fishing Co. hafði nú tekið við rekstri Garðarsfélagsins.
Hinn 30. ágúst komu stærstu hluthafamir til Seyðisfjarðar til viðræðna
við stjórn Garðarsfélagsins. Voru það Hollendingamir J. W. Arnold og
J. A. Mitchel, einnig sonur forstjóra Deep Sea Fishing Co. Hewett að
nafni. Stóðu gestirnir við nokkra daga og fylgdust með undirbúningi og
framkvæmdum.
í október 1899 fóru Hermann og erlendu verkamennirnir utan, og um
svipað leyti kom gufuskip með kol og salt til útgerðarinnar, einnig með
timbur til bryggjubyggingarinnar og íshúsanna og mómold frá Hollandi
til einangrunar í íshúsin. Hélt uppbyggingin áfram af kappi til undirbún-
ings rekstrinum næsta ár. I janúarmánuði árið 1900 fóru J. M. Hansen og
Þorsteinn Erlingsson til London á aðalfund félagsins sem halda átti þar
12. apríl.
Ekkert hafði um sinn spurst til Hermann framkvæmdastjóra. Var hon-
um vikið úr starfi og tók Hansen við stöðu hans. A aðalfundi Garðarsfé-
lagsins 14. júní var þessi breyting staðfest.
Haustið 1898 hafði Matthías Þórðarson frá Móum verið ráðinn til
Garðarsfélagsins sem skipstjóri og var hann hjá félaginu á meðan það
starfaði. Fór hann með Hermann til London og var sendur þaðan til Yar-
mouth til þess að velja fimm seglatogara úr flota Hewletts & Co fyrir
Garðarsfélagið, lesta þá kolum og salti og ráða menn til þess að sigla
þeim heim. Gekk það greiðlega og var Hermann ánægður með fram-
kvæmdina þegar hann kom til Yarmouth og hafði skoðað skipin. Matthí-
as fór síðan til Hull og tók þar togara sem hann sigldi til Seyðisfjarðar.
Seglatogararnir voru allir riggaðir sem galíasar. Skip Garðarsfélagsins
voru sem hér segir:
Vesper galias 93,02 brtn. byggður 1875, skráður 8/11 1900.