Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 170
168
MÚLAÞING
4? og Ragnhildur sem stundum virðist á manntölum vera fædd um svip-
að leyti, 1794. Eiríkur var í Fljótsdal til unglingsára, en hverfur þá úr
kirkjubókum, en Ragnhildur ólst upp í Svínhólum hjá Árna Salómons-
syni og Sigríði Ofeigsdóttur. Árni væri móðurbróðir hennar væri hún
barn Sigríðar Salómonsdóttur, en ég tel þó yfirgnæfandi líkur fyrir að
hún sé barn þriðju konunnar, Guðrúnar Ofeigsdóttur, og beri nafn ömmu
sinnar. Af Ragnhildi er kominn fjöldi manns og segir síðar af því.
A. Ásmundur Ingimundarson f. 1786, d. 1836.
Þar sem Ásmundi (11462) eru gerð skil í Ættum, ætla ég einungis að
geta aðalatriða og fylla í nokkrar eyður.
Hann ólst upp hjá Hallgrími móðurbróður sínum eins og áður er sagt,
en milli fermingar og tvítugs vai' hann vinnumaður í sveitinni (Skriðdal).
Um skeið var hann á Borg, og þar var honum samtíða Úlfheiður Odds-
dóttir, ættuð úr fjörðum neðra. Þau áttu dreng saman 1804, og hlaut sá
nafnið Bjöm. Skjótt mynduðust gróusögur um faðernið, og er helst svo
að skilja í Ættum að Hallgrímur í Sandfelli hafi verið djarftækur til
kvenna og komið víða við, en Benedikt Gíslason telur í Hallgríms sögu
að allt hafi það verið slúður sem lítt sé takandi mark á, sem vel getur
verið. Úlfheiður var verulega eldri en Ásmundur, svo eðlilegt er, af þeim
sökum, að ekkert varð meira úr því, en hins vegar sýnist ekki hafa verið
mjög fátítt á þessum tíma að ungir menn legðu lag við sér eldri konur.
Hallgrímur tók þennan frænda sinn til uppfósturs eins og hann hafði
áður fóstrað föður hans.
Björn Ásmundsson átti Margréti Brynjólfsdóttur frá Borg, þeirra sonur
Björn f. 1844, hans sonur var Gunnar Bjömsson sem fæddur var í Más-
seli í Hlíð 1872, en móðir hans var Kristín Benjamínsdóttir úr Þöngla-
bakkasókn, og fór hún vestur um haf með son sinn 1876 frá Rangá í
Tungu. Gunnar Björnsson varð ritstjóri The Minnesota Mascot, átti Ingi-
björgu Ágústu Jónsdóttur Hördal, og voru þau foreldrar Valdimars
Bjömssonar ráðherra í Minnesota.
Nokkur ár liðu og Ásmundur komst í vinnumennsku á Jökuldal. Sam-
tíða honum þar var stúlka úr Skriðdal á svipuðu reki, Guðrún Jónsdóttir
(10046), og má vera að þau hafi komið saman til Jökuldals, en um það
skortir heimildir. 22/4 1812 áttu þau saman son sem skírður var Runólf-
ur, og voru þau þá í vist á sitt hvomm bænum, hún á Amórsstöðum, en
hann á Skeggjastöðum. Sambandið slitnaði, og Guðrún giftist bóndanum