Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 171
MULAÞING
169
á Arnórsstöðum, Sveini Jónssyni (12995), og áttu þau eina dóttur, en
kom víst ekki ætt af. Olst Runólfur upp hjá þeim. Hann bjó fyrst á
Hvanná með fyrri konu, Þorbjörgu Þorsteinsdóttur (14223) frá Geiteyj-
arströnd - til 1847, en þá urðu þau að víkja þaðan fyrir ekkju Sigfúsar
Finnssonar fyrr prests í Hofteigi, en Hvanná var eign Hofteigskirkju.
Þau fóru fyrst út í Hlíð, en síðan í Tungu, að Hallfreðarstaðahjáleigu.
Synir þeirra urðu tveir, en ekki kom ætt af. Seinni kona Runólfs var
Guðrún Guðmundsdóttir (5979) frá Skinnalóni og áttu þau einn son,
Björn, sem átti Margréti Jónsdóttur frá Eyjaseli, og bjuggu þau á Litla-
og Stóra-Steinsvaði. Launson Bjöms Runólfssonar með Jónínu Guð-
mundsdóttur Kolbeinssonar og Þorgerðar Bjarnadóttur (1833-1839) á
Rangalóni hét Bjöm f. 1881. Þau Björn R. og Margrét fóru vestur um
haf 1901 og fylgdi þeim Björn sonur bónda, en aðgát þarf til að ekkert
skolist til um þessa Bimi í ættinni!
En nýtt samband myndaðist um hæl, er í Skeggjastaði kom Þórunn
Þorláksdóttir frá Víðidal (7854). Þau Ásmundur gengu í hjónaband hinn
27/12 1815, og um svipað leyti fæddist dóttir þeirra, sem skírð var Ingi-
björg eftir móður Ásmundar.
Haustið 1816 hafa þau kvatt Jökuldal og farið út í Eiðaþinghá, og síð-
an voru þau í Fljótsdal, en hvergi fékkst fast jarðnæði. Voru þau í besta
falli í húsmennsku eður „sjálfra sín“. Loks fóru þau suður í Hálsþinghá,
þar sem þau fengu ábúð á Veturhúsum í Hamarsdal. Erfið reyndist þeim
lífsbaráttan þar og hröktust þaðan burt eftir 10 ára búskap vorið 1829.
Eftir það fóru þau suður í Lón og bjuggu í Bæ og Garðakoti, en látinn er
Ásmundur um 1836-7, en um það þegir kirkjubókin. Börn þeina urðu
fjögur, einn sonur að nafni Indriði dó um fermingu, hin eiga niðja og er
þeirra getið í Ættum. Einn sonur þeirra var:
Þorlákur Ásmundsson (7855) f. 1822, d. 1887, bjó á Eiríksstöðum og í
Víðinesi í Fossárdal, átti Þórunni Steingrímsdóttur (11422) f. 1830, d.
1898, Árnasonar frá Núpi Bemf. Börn þeirra fimm, eitt þeirra var:
Guðmundur Þorláksson f. 1863, átti Guðnýju Þorsteinsdóttur f. 1857,
Péturssonar og Margrétar Jónsdóttur (9693-12723). Þau gefin saman í
Áskirkju eftir þrjár lýsingar að þeirrar tíðar hætti hinn 29/6 1888. Þau
komu til Jökuldals 1889 og voru í vistum á Efra-Dal, m.a. Merki og Ei-
ríksstöðum. Vorið 1894 fengu þau til ábúðar Sænautasel og bjuggu þar í
10 ár, en vorið 1904 fóru þau vestur um haf, til Cavalier N-Dakóta, með
syni sína tvo, sem báðir vom fæddir í Sænautaseli; Jón f. 1895 og Einar
f. 1896.