Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 172
170
MÚLAÞING
Launsonur Guðmundar með Petru Jónsdóttur, f. 1850, Jónssonar
(6624) frá Kelduskógum, Guðmundssonar, en móðir Petru var Snjófríð-
ur Pétursdóttir Þorleifssonar (14049) frá Hofi í Öræfum, en móðir Snjó-
fríðar var Ragnhildur Þorsteinsdóttir tóls (6158, en vantar mikið r):
Þórður Guðmundur Guðmundsson f. 16/9 1882 á Hraunanesi Beru-
fjarðarstr., bjó í Sænautaseli 1907-1943, átti Jónínu Sigrrði f. 12/8 1887,
Guðnadóttur, Ambjömssonar frá Kleif og Signýjar Jónsdóttur frá Haf-
ursá. Þau samangefin 20/2 1912. Þeirra barn: Pétur f. 1912. Jónína lést
20/4 1927. Kona II: Halldóra Emksdóttir f. 16/10 1892, Einarssonar og
Bjargar Hermannsdóttur, sem bjuggu m.a. á Hrafnabjörgum í Hjalta-
staðaþinghá. Þeirra börn: Sigurjón b. Eiríksstöðum; Eyþór Guðmundur
b. Hnefilsdal; Ástdrs Halldóra hfr. Ak. og Skúli Ármann Sveinn Ak.
Á Héraði
Kirkjubók Þingmúla í Skriðdal skráir hvorki innkomna né burtvikna
úr sókninni fyrr en á 19. öld, mun ekki hafa verið tilskipað fym en 1816,
en hins vegar er til sóknarmannatal síðustu ára fyrir aldamótin 1800.
Ingimundur Jónsson kemur út úr óvissunni allt t einu, á Þorvaldsstöð-
um í Skriðdal í febrúar 1798, og er hann þá giftur þriðju konu sinni,
Guðrúnu Ófeigsdóttur, og eru þau í vinnumennsku hjá Hallgrími Ás-
mundssyni. Hvenær þau komu í Þorvaldsstaði er ekki hægt að vita. Ald-
ur þeirra hjóna, einkum þó Ingimundar, fær eigi staðist við síðari tíma,
og eru bæði sögð yngri en rétt mun vera, Ingimundur er sagður 37 ára.
Væri það rétt, væri hann fæddur 1761, en þá væri Þórkatla móðir hans
50 ára, sem þýðir að hún væri ekki móðir hans eða aldur hennar sé ekki
réttur á manntali 1762 og sé hún einhverjum árum yngri, en það er út í
bláinn að álykta sem svo og stenst varla við nánari skoðun. Guðrún Ó-
feigsdóttir er 1798 sögð 28 ára, og væri þá fædd 1770, en á manntali
1816 á Ketilsstöðum á Völlum er hún talin 50 ára, og er þá fædd um
1766, en líklega er hún fædd um 1767. Á Þorvaldsstöðum fæðist þeim
sonur hinn 28/4 1798, og sá var skírður Jón. Börn þeirra þá telur Þing-
múlaklerkur ennfremur: Eiríkur 4 ára og Ingibjörg?, en hennar er aldrei
srðar getið, og hugsast gæti að presturinn hafi ruglast á Ingibjörgu dóttur
Hallgríms? Þar er og Ásmundur Ingimundarson tökupiltur hjá Hallgrími
móðurbróður sínum. Þau eru líka á Þorvaldsstöðum 1801 og er Ingi-
mundur í 3. hjónabandi en Guðrún í 1. hjónabandi. Líklegt er að þau
dvelji r Skriðdal þar til Hallgrímur Ásmundsson flytur að Stóra-Sandfelli
um 1804, en húsvitjunarbók Vallaness frá þessum tíma virðist ekki vera