Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 173
MÚLAÞING
171
til. Eftir það voru þau í Fljótsdal. 1805 er Jón tökubam á Arnaldsstöðum
hjá Einari Rollantssyni og Halldóru Ólafsdóttur konu hans, en Einar var
fæddur á Arnaldsstöðum, var bróðir Jóns Rollantssonar á Bragðavöllum
o.v., en um uppruna Halldóru veit ég ekkert enn, og mun verða torvelt
að verða einhvers vísari um hann. 1807 eru Ingimundur og Guðrún
einnig á Arnaldsstöðum, og þar dó Ingimundur 16. nóvember, sagður 56
ára, og mun það vera ofætlun á aldri eins og stundum bar við er menn
dóu fyrrum.
Guðrún var á Amaldsstöðum um veturinn með son sinn Jón, en Eirík-
ur var þá farinn að vinna fyrir sér, og er hann á Þorgerðarstöðum 1808,
sagður 17 ára, og væri þá fæddur um 1791, og skiptir miklu ef rétt er.
Hann væri þá trúlega sonur Sigríðar Salómonsdóttur, II. konu Ingimund-
ar. Nafnið Eiríkur er ekki nærtækt í ættum hans svo ég viti til, en gæti af
ýmsum ástæðum verið nafn þeirra bræðra Rafnkelssona; prestsins á Hofi
eða bóndans í Byggðarholti. Eiríkur er líklega dáinn 1812.
Vorið 1808, nánar tiltekið hinn 2/5, fæddi Guðrún dóttur þeirra Ingi-
mundar á Arnaldsstöðum. Hún hlaut í skíminni nafn húsfreyjunnar á
bænum: Halldóra, og voru þau bæði hjónin guðfeðgin hennar, ásamt og
með Jens Evertssyni, sem margir Héraðsbúar ættfróðir vita deili á, en
hann ólst mikið upp hjá þeim hjónum, en þau áttu sjálf engin börn, þar
sem aldursmunur þeirra var ærið óhagstæður, hún var 20 ámm eldri.
Guðrún er næsta ár hjá þeim á Arnaldsstöðum með böm sín tvö, en eftir
þau eru þau á Hóli og Bessastöðum.
Guðrún Ófeigsdóttir f. 1767 íVík, d. 2/11 1823
á Glúmsstöðum.
í Ættum Austfirðinga við nr. 13872 segir:
Ófeigur Árnason smiður bjó í Hvammi-----átti Ragnhildi dóttur Jóns
Ketilssonar í Lóni---. Þeirra böm: Ketill (f. 1766); Jón (f. 1762) og
Sigríður (f. 1775). (13873-13881-13883). Ekki mun þetta vera full upp-
talning, og vil ég bæta við Bergþóru f. um 1782 og líklega Hólmfríði f.
1779, en ekki er þeirra getið í Ættum. Þær eru báðar í Volaseli 1801.
Bergþóra bjó í Lóni, átti Finn Jónsson og þrjú börn, og eru þau sett að
búi á Kiðuvöllum á manntali 1816 þar sem búið var til 1939, og hjá
þeim dvaldi móðir Bergþóru, Ragnhildur Jónsdóttir 73 ára þá, en Berg-
þóra dó hins vegar 1816. Þá kemur raunar á daginn við nánari athugun í
Ættum að Jónamir sýnast hafa verið tveir, því sá hinn eldri er talinn búa
á Búlandsnesi. Er því sýnilegt að hér er ýmislegt vantalið, og em allar