Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 174
172
MULAÞING
líkur á að Guðrún Ófeigsdóttir sé í þessum systkinahóp, en segist þó,
(hafi hún verið spurð) vera fædd í Vík, á manntalinu 1816. Þrátt fyrir
það tel ég að nokkur vissa sé fyrir því að Ragnhildur Ingimundardóttir
sem ólst upp í Svínhólum, sé dóttir hennar og beri nafn ömmu sinnar,
Ragnhildar í Hvammi. Gæti hún verið hennar fyrsta bam, en hvers
vegna hún var skilin eftir í Lóni er foreldrar hennar fóru til Héraðs er
torráðin gáta, en Eiríkur, sem mun vera eldri og þá líklega bam Sigríðar
Salómonsdóttur samkvæmt tilgátu hér að framan, fylgdi föður sínum.
Má vera að skýringin sé sú, að þar sem hann var eldri (?) hafi hann frek-
ar verið talinn þola ferðavolkið austur, en fyrir því hefi ég ekki betri
heimildir. Því hefi ég fyrir satt að börn Guðrúnar Ófeigsdóttur sem á
legg komust hafi verið: Ragnhildur f. 1794, Jón f. 1798 og Halldóra f.
1808 - Ingimundarbörn.
7)7 Jökuldals
C. Jón Ingimundarson f 28/4 1 798 á Þorvaldsstöðum,
d. 2/8 1843 í Klausturseli.
1814 eru Einar og Halldóra flutt að Klausturseli á Jökuldal, og hjá
þeim er Jón Ingimundarson léttadrengur, og árið eftir er litla systir hans
komin líka, hún kölluð fósturbam. Guðrún móðir þeirra varð þó eftir í
Fljótsdal, þar sem hún var vinnukona til æviloka 1823. Hún kom þó
stundum í heimsókn að Klausturseli, þó litlum sögum fari af því í kirkju-
bók.
Halldóra Ingimundardóttir lifði stutt. Hún andaðist í Klausturseli hinn
8/5 1817, 9 ára gömul, og var jarðsett á Valþjófsstað. Jón bróðir hennar
átti hins vegar eftir að eignast börn og buru og búa í Klausturseli til ævi-
loka 1843. Kona hans var Valgerður Gunnlaugsdóttir frá Hjarðarhaga, f.
um 1786 (9633). Þeirra synir vora Gunnlaugur f. 1824 og Ófeigur f.
1826. Þeir bjuggu báðir í Klausturseli. Gunnlaugur var tvíkvæntur; fyrri
kona hans var María Einarsdóttir (1593) frá Brú, en hin síðari Ragnheið-
ur Jónsdóttir (462) úr Fáskrúðsfirði. Afkomendur þeirra allir vestan hafs.
Ófeigur átti Guðrúnu Þorgrímsdóttur frá Hákonarstöðum (4499). Hann
varð úti í Kolgrófarhvammi við Gilsá 18/2 1860, aðeins 33 ára gamall.
Fór í meðalaferð til Vopnafjarðar og gekk á skíðum, en lenti í Gilsárgil-
inu á heimleið og fótbrotnaði og komst ekki til bæja. Hægt er að gera sér
í hugarlund kvöl mannsins, sem hann þurfti að líða áður en yfir lauk, og
vanda ekkjunnar með fjögur komung böm þeirra. Líklega hefur hann