Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 175
MÚLAÞING
173
farið í Ljótsstaði til Ágústs smáskammtalæknis (hómópat), sem var kunn-
ur heiðursmaður á sinni tíð, því ekki var starfandi læknir á Vopnafirði á
þessum tíma. Guðrún giftist aftur 1866, átti Grím Einarsson (5982) þing-
eyskan, fóru vestur um haf eftir öskufallið 1875 með börn sín öll.
Valgerður átti, áður en hún giftist, son með Guðmundi Magnússyni í
Hnefilsdal. Var það Snorri, sem átti Ragnhildi Sveinsdóttur frá Bessa-
stöðum, (9634-1943) bjuggu í Fossgerði. Af þeim er komin ætt.
Hér með er búið að leiðrétta það sem segir í Ættum Austfirðinga um
framætt Jóns í Klausturseli, en þar er hann rangt færður til föðurættar.
Þar (í Ættum) er og neðanmálsgrein eftir Benedikt Gíslason þar sem
hann talar um að eitthvað sé bogið við þessa ættfærslu, og er ég satt að
segja hissa á að hann skyldi ekki átta sig á þessu, þar sem honum hefði
átt að vera málið kunnugt.
B. Ragnhildur Ingimundardóttir f 1794, d. 24/4 1876
á Hafursá.
Hún ólst upp í Svínhólum eins og áður er sagt. Um 1823 gekk hún að
eiga Símon Halldórsson, Þorleifssonar (14029) frá Þórisdal, f. um 1795,
en móðir hans var fyrri kona Halldórs, Sigríður Þorgrímsdóttir. Hún lést
af barnsförum um 1796, og stuttu síðar gekk Halldór að eiga síðari konu
sína, Ingibjörgu Árnadóttur (14105) frá Firði, og eru þau búandi hjón í
Dal 1801.
Símon og Ragnhildur eru farin að búa á hálflendunni í Hvammi um
1823, og á næstu 12 árum fæddust þeim 10 börn. Af þeim komust 6 til
fullorðinsára, fimm dætur og einn sonur, öll fædd í Hvammi.
Við húsvitjun 1835 í Hvammi er Símon talinn eiga helming jarðarinn-
ar, en hinn helminginn hefur systir hans sem þá er ekkja. Heimildir eru
um að næstu vetur sem í hönd fóru hafi verið ákaflega erfiðir víða, og
virðist sem þau hjónin hafi misst allt sitt í harðindunum og að síðustu
farið slypp og snauð frá Hvammi.
Urræði þeirra hjóna var að leita austur á bóginn eins og fleiri höfðu
gert á undan þeim. Skortur er á heimildum, en Símon mun þó hafa farið
með eitthvað af dætrunum til Héraðs 1839, en Ragnhildur sýnist hafa
orðið eftir í Lóni með yngstu dótturina. Símon er kominn til Jökuldals
1839 með dætumar Sigríði og Guðrúnu, og kom hann þeim fyrir í
Klausturseli en fór sjálfur vinnumaður að Brattagerði. Árið eftir kom
svo Ragnhildur að Klausturseli til Jóns bróður síns og hafði hún með sér
yngstu dótturina Halldóru sem þá var 5 ára, en Ingibjörg og Steinunn