Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Qupperneq 177
MÚLAÞING
175
mági, þeim Guðrúnu S. og Stefáni J. (sjá síðar), en fóru þaðan samsum-
ars að Skála í Berufirði. Þá er Einar 15 ára. Hann var næstu ár vinnu-
maður þar í sveitinni, og 1867 fór hann vinnumaður til Papeyjar þar sem
hann var næstu árin, en 1875 brá hann sér til Danmerkur með haustskip-
inu frá Djúpavogi, en ekki dvaldist honum hjá danskinum og kom til
baka vorið eftir. 1879 er hann í Papey, og um haustið, hinn 7. sept. gekk
hann að eiga Önnu Oddsdóttur vinnukonu í Papey. Hún var fædd í
Mjóafjarðarsókn 7/7 1847, dóttir hjónanna Odds Jónssonar og Emerens-
íönu Pétursdóttur (4266-8447) sem þá bjuggu í Innra-Firði. Önnu er ekki
getið í Ættum. 1882 fóru þau Einar burt úr Hálsþinghá, að Víkurgerði í
Fáskrúðsfirði, en þá bjó þar Pétur Oddsson útvegsbóndi, bróðir Önnu
(4268). Konu hans er ekki getið í Ættum, en hún hét Guðbjörg Jónsdóttir,
f. í Kolfreyjusts. um 1851. Þar voru þau sem húsfólk næstu 14 ár, með
lifibrauð af sjósókn. Vafalaust hefur Einar haft mikla reynslu af sjósókn
frá Papeyjarárunum. 1884, hinn 18/8 fæddist þeim sonur sem skírður var
Sigurrín. Ekki voru börn þeirra fleiri. Þau voru síðast í Fljótsdal, og þar
dó Anna 1912, en Einar dó í Brekkugerði 1918. Sigurrín átti barn með
Snjólaugu Þorsteinsdóttur af Seyðisfirði, hét Bjarnheiður f. 1906.
1866 skeði það í Berufirði að gefin voru saman í hjónband Sigríður
Símonardóttir 43 ára og Amgrímur Amgrímsson talinn 31 árs. Hjá þeim
er dóttir þeirra Katrín, 3 ára. Arngrímur var frá Stekkahjáleigu í Háls-
þinghá, fæddur þar 31/8 1835, sonur hjónanna Arngríms Jónssonar
(13326) bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Börn þeiira hjóna
voru fleiri, en þeim lítil skil gerð í Ættum, til dæmis er Arngrímur talinn
ógiftur barnlaus.
Þau hjónin fóru frá Skála 1866 að Hlíðarhúsi við Djúpavog, þar sem
þeim fæddist sonur hinn 30. sept. um haustið, og hlaut hann nafnið Er-
lendur, en hann varð ekki langlífur, dó vorið eftir - af innvortis mein-
semd, „foreldrar bæði lifandi“, skrifar klerkur í kirkjubókina, hvað sem
hann meinar með því, en ekki var venja að tilgreina slíkt. Er þau fluttu í
sóknina hlutu þau ekki beinlínis lofsamlega umsögn prestsins, einkum
þó Arngrímur, en prestur telur að hann sé „óhraustur og jafnframt latur!“
Má þetta heita merkilega rætin umsögn um heilsulítinn mann, en presta-
aðallinn taldi sér margt heimilt á þessum tíma.
En Arngrímur óhrausti átti eftir að angra prestinn með framferði sínu,
því hann lét svo lítið að deyja bara eins og ekkert væri hinn 19/1 1868,
og telur prestur hann deyja úr brjóstveiki, og sýnist sem hann finni jafn-
framt að þessu framferði hans að vera nú að deyja, og skrifar í kirkju-