Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 179
MULAÞING
177
hann var ungur settur í fóstur til frændfólks síns í Firði í Lóni þar sem
hann mun hafa verið til fullorðinsára. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir
(13880) Ketilssonar frá Volaseli og Sigríðar Halldórsdóttur frá Þórisdal,
og bjuggu þau í Vík 1861-1871. Börn þeirra: Sigríður f. 1863, Snjólfur
f. 1865.
Snjólfur Eiríksson var vinnumaður á Jökuldal um 1890, og 1892 gekk
hann að eiga Elísabetu Arnbjamardóttur sem ættuð var úr Hraungerðis-
hreppi syðra. Þau bjuggu m.a. á Gestreiðarstöðum, og fóru vestur um
haf 1903 frá Víðihólum með tvö börn sín.
D. Guðrún Símonardóttir f 22/7 1831, d. 21/11 1872
á Strönd Vallahreppi.
Hún kom með föður sínum til Jökuldals 1839 og er í Klausturseli 1840
með foreldrum og systrum. Hún var í Klausturseli til 1845, en fór þá að
Kollsstaðagerði á Völlum þar sem hún fermdist árið eftir. Hún var
vinnukona á Skeggjastöðum í Fellum 1852, og hinn 8. júní fæddi hún
dóttur sem hlaut nafnið Sigríður. Faðirinn var Stefán Jónsson vinnumað-
ur á sama stað, og er þetta 1. lausaleiksbrot beggja.
Stefáns er ekki getið í Ættum. Hann var fæddur í Grófargerði í Valla-
hreppi hinn 24. júlí 1824, sonur hjónanna Jóns Eiríkssonar og Sigríðar
Pétursdóttur (10118-3035) sem þá bjuggu þar, en í Ættum er Stefán ekki
talinn meðal barna þeirra. Trúlega stafar það af því að hann ólst ekki
upp hjá foreldrum sínum. Hann er á manntali 1835 í Gíslastaðagerði hjá
móðurbróður sínum, Jóni Péturssyni, sem þá var ekkill, en hann sýnist
heldur ekki vera nefndur í Ættum (2993). Hafði Jón átt Helgu Einars-
dóttur, þau samangefin 21. október 1818, en hún hafði áður átt föður-
bróður hans, Nikulás Gíslason (3063).
Nú skeði það að Jón Pétursson drukknaði í Grímsá við þriðja mann
20. apríl 1835, (hinir voru: Eyjólfur Jónsson Gíslastaðagerði og Sigurður
Eyjólfsson í Tunghaga) og eftir það fór Stefán til foreldra sinna í Grófar-
gerði. Þau áttu mörg börn, í Ættum eru talin sex, og því var Stefán send-
ur 1837 í fóstur að Kollaleiru í Reyðarfirði þar sem hann ólst upp til
fullorðinsára. 1846 fór hann frá Kollaleiru að Gíslastöðum á Völlum og
eftir það mun hafa borið saman fundum þeirra Guðrúnar, en hún var þá í
Kollsstaðagerði, og vorið 1851 komu þau þaðan í Skeggjastaði sem
vinnuhjú.
Þau Stefán og Guðrún fengu til ábúðar hluta af Brekku í Fljótsdal um
1854, og voru gefin saman hinn 6/11 1855 í Valþjófsstaðakirkju. A
Brekku fæddist Jóhanna Halldóra hinn 14/3 1857. Veturinn 1860, hinn