Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 182
180
MÚLAÞING
Stefanía Jónsdóttir var um aldamótin vinnukona á Amórsstöðum, og
hinn 5. júní 1900 gekk hún að eiga Þórð Þórðarson (7582) bónda þar, og
varð hún síðari kona hans, en hann hafði áður átt Þóru M. Þórðardóttur
frá Skjöldólfsstöðum. Þau bjuggu fyrst á Amórsstöðum, og hjá þeim dó
Steinunn 2. febr. 1906. Vorið 1909 fluttu þau í Gauksstaði þar sem þau
bjuggu upp frá því. Börn þeirra urðu alls 12, meðal þeirra voru:
Skúli sagnfræðingur og Þóra húsfr. Háreksstöðum o.v., tvíburar; Vil-
hjálmur b. Giljum; Sigsteinn Rvík; Þórður b. Gauksstöðum; Þorvaldína
Rvík; Steinunn María d. ung; Jónas b. Smáragrund; Björg d. ung; Álf-
heiður Rvík; Stefán d. barn; Flosi Rvík.
F. Halldóra Símonardóttir f. 24/11 1835, d. 26/6 1881 á
Tókastöðum.
Hún kom með móður sinni í Klaustursel 1840 og var þar með foreldr-
um sínum og systrum. Hún er með móður sinni á Eiríksstöðum 1845, fór
með henni til Borgarfjarðar 1847, en 1854 em þær mæðgur á Brekku í
Fljótsdal. Þær fóru með sr. Þorvaldi Ásgeirssyni í Hofteig 1864, þá er
hann fluttist þangað frá Þingmúla.
Séra Þorvaldur átti á fyrstu búskaparárum sínum í Hofteigi við
nokkum vanda að stríða heima fyrir, og var sambúð hjónanna stirð.
Kona hans hét Anna Þorsteinsdóttir, og voru þau bæði hjónin ættuð að
sunnan. Fyrir kom að hann reyndi að létta sér heimilisbölið með glensi
við vinnufólkið, og er athyglisverð frásögn af því, skráð af Guðfinnu
Þorsteinsdóttur, í bók hennar Vogrek. Stundum er lífið var erfitt, tók
prestur upp á því að þeytast um baðstofugólfið með Ragnhildi, sem oft
sat við vinnu sína (tóvinnu) þar á pallskörinni. Hafði hann þá við orð að
hún væri alveg hætt að geta dansað við sig. Tók kona hans það óstinnt
upp, kallaði til hans ókvæðisorðum. Þau skildu síðar.
Síðari kona Þorvalds var prestsdóttir frá Hofteigi, Hansína Sigurbjörg
Þorgrímsdóttir, og eru niðjar þeirra margir.
Anna Þorsteinsdóttir giftist aftur Sigfúsi Eymundssyni bóksala í
Reykjavík, en þau skildu líka síðar.
Hinn 28/9 1865 gengu í hjónaband í Hofteigskirkju Ólafur Ögmunds-
son, vm. 26 ára og Halldóra Símonardóttir, vk. 29 ára. Ólafur var úr
Loðmundarfirði.
Þau Ólafur fóru frá Hofteigi 1868 að Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, og það-