Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 183
MULAÞING
181
an komu þau um 1870 að Brekku og eru búandi í Valþjófsstaðasókn
næstu fjögur ár, því þar eru þrjú bömin fædd, Guðmundur 1871, Berg-
þóra 1873 og Tryggvi 1874. Þá eru þau búandi í Hamborg. Eftir það
fluttu þau að Hafursá í Skógum, en sú jörð var bændaeign, og fengu þau
til umráða þriðja part, og þar fæddist fjórða barn þeirra, Margrét 1875. Á
Hafursá dó Ragnhildur móðir húsfreyju 1876 eins og fyrr hefur komið
fram.
Dvöl þeirra á Hafursá var stutt, líklega aðeins milli fardaga, því þá um
vorið fluttu þau að Þingmúla í Skriðdal, þar sem þau voru næstu þrjú ár.
1879 fóru þau frá Þingmúla í Tókastaði í Eiðaþinghá, en Katrín Arn-
grímsdóttir, sem hafði verið hjá þeim í Þingmúla, fór að Geitagerði.
Illa fóru reytur manna við búferlaflutninga á klyfberahestum. Sýnilegt
er að ekki hefur verið auðhlaupið að því fyrir fólk að komast í varanlegt
jarðnæði, og hefur verið afarslæmt fyrir fólk jafnt sem fénað að þvælast
svona ár eftir ár milli staða, og er ekki að undra þó ýmislegt færi úr-
skeiðis. Ef til vill hafa þau Ólafur og Halldóra eygt þá von er þau fluttu í
Tókastaði að geta næstu ár verið kyrr þar, en Eiðakirkja átti jörðina. En
skjótt skipast veður í lofti. 1881, hinn 26. júní andaðist húsfreyjan
skyndilega, og ekki getur presturinn um dánarorsök.
Við fráfall Halldóru kom Katrín Amgrímsdóttir til skjalanna og fór
með Tryggva sem þá var 7 ára, að Brekkugerði til Margrétar og Jóns.
Sýnilegt er að fjölskyldan hefur átt athvarf í Brekkugerði, því þangað er
leitað er á bjátar, líkt og áður hefur verið með Bessastaðaheimilið. Þar
mun Tryggvi hafa alist upp til fullorðinsára, en síðar bjó hann að Víði-
völlum fram.
Árið eftir eða svo kom Ólafur Ögmundsson til Fljótsdals frá Tókastöð-
um og vistaðist á Skriðuklaustri með börn sín, Guðmund 11 ára og Mar-
gréti 6 ára.
Halldóra er sú eina þeirra systra frá Hvammi sem hægt er að fletta upp
í nafnaskrá í Ættum, (10761 og áfram) og eru þau Ólafur kennd við
Tókastaði og niðja þeirra getið.
Helstu heimildir:
Manntal 1762; 1801; 1816 og ýmis önnur manntöl.
Kirkjubækur Stafafells- Háls- Þingmúla- Vallaness- Valþjófsstaðar- Ass- Hofteigs-
og fleiri sókna.
Ættir Austfirðinga.
Austurland I-H.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi I-IV.
Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu I.