Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 184
ÁRMANN HALLDÓRSSON:
Rafstöðin á Eiðum
Árin sem Jónas Jónsson frá Hriflu vermdi stól dóms- og kirkjumála-
ráðherra 1927-32 áttu sér stað miklar framfarir í skólamálum sveita hér á
landi. Lög um héraðsskóla voru samþykkt á Alþingi 1929, en nokkrum
árum fyrr hafnar byggingar slíkra skóla: Laugaskóla í Suður-Þingeyjar-
sýslu 1924, Laugarvatnsskóla 1928 og á Reykjum við Hrútafjörð og í
Reykholti 1931. Eldri skólar af líku tagi voru Núpsskóli frá 1906 og Al-
þýðuskólinn á Eiðum 1919, alþýðuskólinn tók þá til starfa eftir lok bún-
aðarskólans.
Kjörorð skólanna frá árunum 1924-31 var jarðhiti. Þeir voru allir
byggðir á „heitum stöðum“ með litlum upphitunarkostnaði og sundlaug-
um, og þeir nutu ötullar forgöngu Jónasar Jónssonar.
Mér er ekki kunnugt um viðgang Núpsskóla, en hér austur á Héraði
kúrði Eiðaskóli í afskiptaleysi og skorti nemendur, þó ekki nema 2-3 ár í
kreppunni. Hann var að ýmsu leyti vanbúinn, án sundlaugar, með lítinn
íþróttasal, afar lélega veknámsaðstöðu fyrir pilta, mjög takmarkaðan
bókakost - og rafmagnslaus.
Þegar eg kom í Eiða sem nemandi haustið 1934 var þar altalað að
ráðagerðir væru á baugi um að breyta skólanum í fávitahæli (eins og
vonarlönd þroskaheftra voru þá kölluð) og að Jakobi Kiistinssyni skóla-
stjóra og Þórarni Þórarinssyni kennara hefðu verið boðnar stöður við
Reykjaskóla. Þar var jarðhiti. Seinna heyrði eg af munni Þórarins minnir
mig fastlega, að Jakob hefði einhverju sinni rætt við Jónas Jónsson um
einhverja stækkun á skólanum, en ráðherrann spurt á móti hvort ekki
væri hægt að búa um einhverja nemendur í steyptu skólafjósi við hlaðið.
Þannig lauk því máli.
Jónas starfaði ötullega að skólabyggingum á jarðhitasvæðum, en sinnti
„köldum“ stöðum lítt.
Einhver feimni við pólitík mun hafa valdið því að minna er minnst á
Eystein Jónsson í framfarasögu skólans í bókinni Alþýðuskólinn á Eið-
um en vert væri. Þó er þar réttilega sagt að hann hefði verið „sérstakur
þingmaður Eiðaskóla.“ Það eru að vísu orð að sönnu - hann kom þegar
skólanum reið allramest á.