Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 185
MULAÞING
183
Það mun hafa verið nemendaskorturinn sem
orsakaði það að hafin var áróðurssókn hér
eystra árið 1933 fyrir málefnum skólans.
Unglingar voru hvattir til að velja hann
fremur öðrum skólum af sama tagi, og
kröfur voru reistar til ríkisins um umbæt-
ur. M.a. skoraði sýslufundur Suður-Múla-
sýslu 1933 á stjórn og Alþingi að sinna
þörfum skólans og tilgreindi fernt sem að-
kallandi væri. Þar var efst á blaði rafstöð,
en annað sundlaug, aukið bókasafn og hag-
nýting skólabúsins í þágu skólans.
Þessar kröfur og fleiri urðu til þess að á
aukaþingi 1933 var rétt fyrir jólin samþykkt
Jakob Kristinsson. þingsályktunartillaga frá sjö þingmönnum af aust-
anverðu landinu, þeim Eysteini Jónssyni og
Ingvari Pálmasyni þm. S-Múl., Páli Hermanns-
syni og Halldóri Stefánssyni þm. N-Múl., Har-
aldi Guðmundssyni þm. Seyðisfjkst., Þorleifi
Jónssyni þm. A-Skaft. og Birni Kristjáns-
syni þm. N-Þing. Tillagan er birt í skóla-
skýrslu Eiðaskóla 1935-36 og er á þessa
leið:
„Sameinað Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjómina að láta gera áætlun um
kostnað við neðantaldar umbætur við
Eiðaskóla:
1. Byggingu rafstöðvar, er nægi til ljósa,
suðu og hitunar, þar með talin hitun vatns í
sundlaug.
2. Byggingu hæfilega stórrar sundlaugar og
Eysteinn Jónsson. leikfimihúss.
Rannsókn á því, hvernig umbótum verði hag-
anlegast fyrir komið og ákvörðun um stærð sundlaugar og leikfimihúss
verði gerð í samráði við skólastjórann á Eiðum.“
Greinargerð: Eiðaskóli býr við verri útbúnað en nokkur annar skóli í
landinu. Við það má ekki una lengur. Skólans er full þörf; það finna
Austfirðingar. Vilja þeir því styðja skólann sem bezt, en jafnframt hafa
hans full not. Til þess að svo geti orðið, verður að útbúa Eiðaskóla álíka