Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 191
MÚLAÞING
189
Háspennulínan úr stöðinni heim að skólanum er 2 1/2 km. á lengd, þrír
16 fermillimetra eirvírar á gegndreyptum staurum. I kjallara hússins er
svo spennistöð, sem lækkar spennuna niður í 220 volt.
Vélamar eru 100 hestafla vélar, en langt er frá því, að öll sú orka sé
tiltæk alla tíma árs. Með tiltölulega litlum aukakostnaði má þó bæta úr
þessu með því að veita vatni úr Gilsá í Eiðavatn.
Þar sem gert er ráð fyrir, að sundlaug verði byggð við skólann innan
skamms, var settur upp rafmagnshitaketill í sambandi við miðstöð skóla-
hússins. Er þessum katli síðan ætlað að hita upp sundlaugina. En þangað
til hún verður byggð, má nota hann til að hita upp skólahúsið, að svo
miklu leyti sem raforkan kann að leyfa.
Rafmagnseftirlit ríkisins sá um undirbúning og framkvæmd verksins.
Paul Smith útvegaði þrýstivatnspípuna, en Jón Guðmundsson rafvirki
setti hana saman. Höskuldur Baldvinsson útvegaði vatnsvélina, en allur
rafmagnsútbúnaður er frá raftækjaeinkasölu ríkisins. Sement, timbur og
aðrar byggingarvömr voru keyptar frá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðar-
firði. Það sá og um allan flutning á vörum frá Reyðarfirði til Eiða.
Verkstjórar voru þeir Ingólfur Jörundsson, verkfræðingur, og Jón
Guðmundsson, rafvirki. Uppsetningu á öllum vélum önnuðust þeir Jón
Guðmundsson og Hjörtur Sigurðsson, rafveitustjóri á Seyðisfirði. Jón
Guðmundsson lagði raflagnir í skólahúsið og Eiðabæ. Einar Olason frá
Þingmúla var ráðinn stöðvarstjóri.
Undirbúningsmælingar gerði Sigurður S. Thoroddsen, verkfræðingur,
en teikningar og áætlanir gerðu þeir báðir, hann og Jakob Gíslason,
verkfræðingur.
J. Kr.“
Stöðin í reynd
Rafstöðin á Eiðum reyndist, þegar á heildina er litið, frábærlega. Hún
þurfti nánast ekkert viðhald, bilaði þó einu sinni fyrr á árum. Eg kann
ekki að lýsa þeirri bilun, en hún var fljótlega lagfærð.
Hins vegar reyndist vatn ónóg í Eiðalæk til að skila fullum afköstum,
en úr því var bætt með vatnsauka úr Gilsá fljótlega eftir að stöðin komst
upp. Var þá tekinn skurður og steypt vatnsþró við ána og annar skurður
gegnum holt og lagður í hann stokkur, en síðan handgrafinn opinn
skurður yfir Eiðablá og niður í Eiðalæk gegnum tún Gróðrarstöðvarinn-
ar, þar sem nú er svæði UIA og barnaskólinn. Mig minnir þetta vera gert
1937, en eg var þá ekki á Eiðum. Eftir það reyndist vatn nægilegt, en dá-