Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 192
190
MULAÞING
lítið umstang var þó við að viðhalda þessu rennsli, einkum í fyrstu snjó-
um er krapi safnaðist í skurðinn við ána, og stundum reif áin sig framhjá
skurðinum.
Lengi vel var farið í stöðina daglega, það var um hálftímagangur, en
því hætt er tímar liðu og ferðum fækkað niður í 2-3 í viku. Þá þurfti ekki
annað að gera en að dreypa olíu á „kall“ einn sem snerist í sífellu.
Stöðin á Eiðum var ekki fyrsta rafstöð á Héraði, en hún var náttúrlega
langstærst. Annars staðar voru nokkrar heimilisrafstöðvar við læki. I
Sveitum og jörðum eru tilgreindar eldri rafstöðvar á eftirtöldum bæjum:
Sleðbrjótssel í Hlfð 1927, Hnefilsdalur 1928 og Möðrudalur (aðeins til
ljósa) 1933, báðar í Jökuldalshreppi. í Fellum í Hrafnsgerði 1926 og á
Skeggjastöðum 1927, rafstöð fyrir öll býlin þar 13 kw. Á Brekku í
Fljótsdal 13 kw stöð 1927, en þar var bæði læknissetur og sjúkraskýli,
og á Melum í sömu sveit sama ár, en lögð niður vegna vatnsskorts 1946.
í Sveitum og jörðum er talið að samveiturafmagn kæmi í Eiða 1962,
ívið síðar en annars staðar í sveitinni. Þá var rafstöðin í besta lagi, mal-
aði gull jafnt og þétt. Fyrirætlun skólastjóra var að nota hana áfram til að
hita upp sundlaug, en því var hafnað í ráðuneyti. Eitthvað af stöðinni var
þá selt, en annað látið eiga sig eyðingunni að leik. Nú orðið er ekki sjón
að sjá hana, sitthvað brotið og bramlað (af séntilmönnum) innanhúss,
húsið opið og vélbúnaður ónýtur, línan heim horfin. Þrýstivatnspípan er
lögst saman, en stíflan stendur og vatnsborð í Eiðavatni óbreytt frá 1935.
Afrennslið úr vatninu er ekki Fiskilækur. Það var um alllangt skeið í
dæld innan við stöðina, þar sem það gróf alldjúpan farveg, en síðan og
enn spölkorn utan (norðan) við stöðina, þar sem nýr fiskilækur er að
grafast niður.
Það land sem fór undir vatn við tilkomu stöðvarinnar er enn undir
vatni og kemur ekki upp fyrr en stíflan í Fiskilækjargilinu brestur. Þá
verður ljót rönd meðfram öllu vatnsborðinu, m.a. þar sem fyrr var starar-
engið sem áður var minnst á. Þar verður þá mikil for og eins í Eiða-
hólma sem minnkaði drjúgum við hækkun vatnsborðsins 1935. Þar
koma upp grotnir lurkar og hvítleitar rótartægjur sem best eru geymdar í
jörð.
Eftirmáli
Nokkurn veginn 60 árum eftir að greinarhöfundur rölti með rúmfatnað og
tuskur af sér í poka á hrygg, vögusíður með kighóstasog frá rafstöðinni í smíðum
og heim í Eiða yfir slóðalausa lyngmóa og mýrlend sund, er hann nú kominn