Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 197
Kringskefjur
✓
Ur dagbók Baldvins Jóhannssonar í
Stakkahlíð árið 1895
Kirkjubygging í Loðmundarfirði
30. maí Þokufullt stillt og blítt. Kom
nótabátur með timbur r kirkjuna og
komst alla leið inn í ósinn, gekk fljótt
að taka af honum.
2. júní Hvass sunnan. Messað á
Klifstað. Prestur samdi við mig um
kirkjusmrði.
17. júní Stillt og þokufullt. Rifum
Klifstaðakirkju.
18. júní Fagurt sólskin og hiti. Byrj-
uðum að höggva saman grindina.
20. júní. Sólskin og hiti. Vorum við
grindina.
21. júní Stillt, þoka. Reistum kirkjuna
á Klifstað.
26. júní Hiti mikill og besta veður. Ég
smíðaði kirkjuhurð og setti glugga í
kirkjuna.
2. júlí Þokufullur, mjög kalt. Við
Hallur settum járnþak á kirkjuna.
8. júlí Sama átt, gott veður. Ég var
hálfan daginn inn á Klifstað.
10. júlí Norðan átt, hægur, rigndi um
tíma. Við Tryggvi settum gler í kirkjuna
og höfum þá lokið við kirkjuna að utan.
1. nóv. Vestan hláka og hvass. Við
Hallur [Magnússon vinnumaður í
Stakkahlíð] smíðuðum í kirkjunni.
6. nóv. Suðaustan rosi, talsvert brim.
Við Hallur lukum við að setja hvelfingu
í kirkjuna.
14. nóv. Bjart og stillt. Við byrjuðum
aftur á kirkjusmíðinni eftir 2ja daga
hvfld.
20. nóv. Sunnan hláka og hvass. Séra
Bjöm [Þorláksson á Dvergasteini] kom
til að skoða hjá okkur kirkjusmíði og
gisti.
22. nóv. Norðvestan froststormur.
Okkur þótti fremur kalt að smíða í
kirkjunni.
23. nóv. Vestan gola hæg, mikill hiti,
veðrið eins og best getur verið sumar-
dag. Dvergasteinsmenn fluttu timbrið
sem vantaði í kirkjuna norður að
Strönd.
24. nóv. Blítt og stillt veður. Við sótt-
um timbur á bát út að Strönd.
30. nóv. Sama blíðan. Þennan mánuð
allan höfum við Hallur verið að smíða
Klifstaðakirkju að innan og eigum nú
eftir viku verk.
1. des. Bjart og fagurt veður, sem að
undanförnu, en nokkuð hart frost. Við
Hallur fórum eftir miðdag fram að
Klifstað og smíðuðum um kvöldið. Beta
og Siggi komu líka frameftir. Fengu
þau spæni hjá okkur og gjörðu bál, sem
þau léku sér við með Klifstaðakrökkun-
um. Hlaust af því það að Finnur á Sæv-
arenda, sem kominn var út á fjörð við
þriðja mann á leið til Seyðisfjarðar,