Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 198

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 198
196 MÚLAÞING sneri aftur, því þeir héldu að Klifstaða- bær væri að brenna. Sömuleiðis komu þeir Sveinn í Neshjáleigu og Jón á Nesi inn að Stakkahlíð til að vitja um brun- ann. Var mikið hlegið að þessu öllu saman. 2. des. Bráðófært norðaustan dimm- viðri. Við Hallur komum í húminu framan frá Klifstað og áttum fullhart með að rata. Ég meiddi mig og varð því að hætta við smíðið. 3. des. Norðan froststormur. Ég var heima, Hallur fór frameftir og þótti kalt að smíða. 8. des. Bjartviðri en mikið frost. Við Hallur fórum inneftir að smíða en þótti kalt. 11. des. Austan snjóbleytu veður, hefur komið mikill snjór. I nótt birti til þegar á leið. Við Hallur lukum við að smíða innan Klifstaðakirkju. 13. des. Bjartviðrisnefna fyrripartinn, austan rigning um kvöldið. Ég ók heim verkfærunum mínum frá Klifstað. 24. des. Suðaustan hægur, rigndi lítið. Ég fór fram að Klifstað með séra Stef- áni [Sigfússyni], en hann var í nótt. Kom séra Björn og gisti. 25. des. Suðvestan hægur besta veð- ur. Messað á Klifstað í fyrsta sinn í nýju kirkjunni. Vígð kirkjan, lýst með 4 per- sónum. 26. des. Sama veður nema enn betra. Messað og jarðað nýfætt barn þeirra Stefáns og Ólínu. Lýst í annað sinn með 4 persónum. Dansleikur um kvöldið á Klifstað. 29. des. Sama veður. Lestrarfélags- fundur á Klifstað. Ráðgerð samkoma á Klifstað á gamlárskvöld. 31. des. Sama veður. Létti þoku í lofti þegar á daginn leið og fölgaði um kvöldið. Seldar um 10 bækur á uppboði á Klifstað. Höfð þar brenna og bálför og dans á eftir. Frá Birni Halldórssyni. Drukknun Odds Hallssonar á Hrærekslæk Hann kom á ofanverðum vetri 1924 með komæki á sleða að Hrærekslækn- um utan og neðan við bæinn. Þar tók hann hestinn frá og skildi ækið eftir skammt frá læknum. Hláka var og ágerðist um nóttina, og daginn eftir fór lækurinn að ryðja sig, og mynduðust stíflur af klaka og snjó og uppistöður fyrir ofan. Ein slík var skammt frá þar sem ækið var. Oddur var hræddur um að flæddi upp á ækið svo að komið skemmdist, og hann hugðist koma í veg fyrir það. Hann tók hest og reið í lónið. Hesturinn fór á sund og fataðist eitthvað svo að Oddur lenti af honum og hvarf von bráðar í vatnið. Oddur var hraustmenni og íþróttamaður, m.a. var hann syntur. Talið var að hann hefði fengið krampa í ísköldu leysingarvatninu. Lík hans fannst ekki strax. Það hafði borist með hringiðu upp eftir læknum. Ferjan af Jökulsá var sótt í Galtastaði og notuð við leitina. Oddur var ekkill eða hafði a.m.k. ver- ið trúlofaður. Konan hafði drakknað í Eyvindará. Þau bjuggu á Dalhúsum og voru á leið á mannamót á Egilsstöðum. Hún féll af hestinum í ánni. Líkið fannst nokkrum mánuðum síðar í svonefndum Eiðahólmum í Lagarfljóti undan Gröf. Mig minnir að Halldór faðir minn segði mér frá drakknun Odds, en Þór- hallur á Breiðavaði frá konunni. - Á.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.