Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Blaðsíða 198
196
MÚLAÞING
sneri aftur, því þeir héldu að Klifstaða-
bær væri að brenna. Sömuleiðis komu
þeir Sveinn í Neshjáleigu og Jón á Nesi
inn að Stakkahlíð til að vitja um brun-
ann. Var mikið hlegið að þessu öllu
saman.
2. des. Bráðófært norðaustan dimm-
viðri. Við Hallur komum í húminu
framan frá Klifstað og áttum fullhart
með að rata. Ég meiddi mig og varð því
að hætta við smíðið.
3. des. Norðan froststormur. Ég var
heima, Hallur fór frameftir og þótti kalt
að smíða.
8. des. Bjartviðri en mikið frost. Við
Hallur fórum inneftir að smíða en þótti
kalt.
11. des. Austan snjóbleytu veður,
hefur komið mikill snjór. I nótt birti til
þegar á leið. Við Hallur lukum við að
smíða innan Klifstaðakirkju.
13. des. Bjartviðrisnefna fyrripartinn,
austan rigning um kvöldið. Ég ók heim
verkfærunum mínum frá Klifstað.
24. des. Suðaustan hægur, rigndi lítið.
Ég fór fram að Klifstað með séra Stef-
áni [Sigfússyni], en hann var í nótt.
Kom séra Björn og gisti.
25. des. Suðvestan hægur besta veð-
ur. Messað á Klifstað í fyrsta sinn í nýju
kirkjunni. Vígð kirkjan, lýst með 4 per-
sónum.
26. des. Sama veður nema enn betra.
Messað og jarðað nýfætt barn þeirra
Stefáns og Ólínu. Lýst í annað sinn með
4 persónum. Dansleikur um kvöldið á
Klifstað.
29. des. Sama veður. Lestrarfélags-
fundur á Klifstað. Ráðgerð samkoma á
Klifstað á gamlárskvöld.
31. des. Sama veður. Létti þoku í lofti
þegar á daginn leið og fölgaði um
kvöldið. Seldar um 10 bækur á uppboði
á Klifstað. Höfð þar brenna og bálför og
dans á eftir.
Frá Birni Halldórssyni.
Drukknun Odds Hallssonar á
Hrærekslæk
Hann kom á ofanverðum vetri 1924
með komæki á sleða að Hrærekslækn-
um utan og neðan við bæinn. Þar tók
hann hestinn frá og skildi ækið eftir
skammt frá læknum.
Hláka var og ágerðist um nóttina, og
daginn eftir fór lækurinn að ryðja sig,
og mynduðust stíflur af klaka og snjó
og uppistöður fyrir ofan. Ein slík var
skammt frá þar sem ækið var.
Oddur var hræddur um að flæddi upp
á ækið svo að komið skemmdist, og
hann hugðist koma í veg fyrir það.
Hann tók hest og reið í lónið. Hesturinn
fór á sund og fataðist eitthvað svo að
Oddur lenti af honum og hvarf von
bráðar í vatnið. Oddur var hraustmenni
og íþróttamaður, m.a. var hann syntur.
Talið var að hann hefði fengið
krampa í ísköldu leysingarvatninu. Lík
hans fannst ekki strax. Það hafði borist
með hringiðu upp eftir læknum. Ferjan
af Jökulsá var sótt í Galtastaði og notuð
við leitina.
Oddur var ekkill eða hafði a.m.k. ver-
ið trúlofaður. Konan hafði drakknað í
Eyvindará. Þau bjuggu á Dalhúsum og
voru á leið á mannamót á Egilsstöðum.
Hún féll af hestinum í ánni. Líkið fannst
nokkrum mánuðum síðar í svonefndum
Eiðahólmum í Lagarfljóti undan Gröf.
Mig minnir að Halldór faðir minn
segði mér frá drakknun Odds, en Þór-
hallur á Breiðavaði frá konunni. - Á.H.